Hugrún - 01.05.1924, Side 15

Hugrún - 01.05.1924, Side 15
[Hugrún] 45 skin. — Mér dettur í hug, að þegar eg var lítill hélt eg að stjörnurnar væru ofurlítil göt á himna- ríki sem ljósið skini í gegnum. — Við horfðum á fjöllin í fjarska — full af álfum og tröllum, eins og myndir kliptar út í dökkbláann himininn. Við vorum bæði þögul. Alt í einu datt mér nokkuð í hug: „Eg heiti. —“ „Nei, nei! “ greip hún fram í fyrir mér. „Hvers- vegna vita nöfn? Það er gott svona“.-------- Eg varð þess var að eg hélt í hönd hennar og fann ylinn af andardrætti hennar; hún hallaði höfðinu að öxlinni á mér og horfði út í bláinn. Eg fann að hönd hennar kiptist ofurlítið við og þessi litla hreyfing gerði mig viljalausan; — eg horfði á andlit hennar, fallegu rauðu varirnar. — „Já, það er fallegt þetta;“ hún færði sig dálítið, þannig að hún stóð fyrir framan mig. „Pinst yður?“ Og þá, — eg veit ekki hvernig það skeði, — eg hélt henni í faðmi mínum og þrýsti henni að mér fast og ákaft. Eg heyrði sjálfan mig hvísla milli brenn- heitra kossa: „Guð í himninum hvað eg elska yðuru. Það var heitt augnablik, blóðið streymdi ört; — eg man ekki meira. Eg vaknaði við að hún hratt mér frá sér hægt en ákveðið. Svo horfði hún á mig álengdar. Eg var naumast með sjálfum mér, heitur og æstur af faðmlögum hennar með kossa hennar brenn- andi á vörunum. Hvað hafði eg gert? Auðvitað móðgað hana; hagað mér eins og glópur.

x

Hugrún

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugrún
https://timarit.is/publication/1335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.