Hugrún - 01.05.1924, Page 16

Hugrún - 01.05.1924, Page 16
46 [Hugrún] Samt gat eg ekki skammast mín fyrir það. Þá heyrði eg rödd hennar, blíða og alvarlega; — hún var ekki vitund reið. Hún sagði: „Þú þekkir mig ekki. — Eg er, — vertu sæll, vinur minn.u Vinur, sagði hún. Mér hitnaði af gleði. Eg ætlaði að flýta mér til hennar, faðma hana að mér og taka himin og jörð til vitnis um að eg elskaði hana og mundi elska hana æfinlega. En hún var farin, hljóp niður hæðina, í áttina til bæjarins. öræfa blærinn lék svalandi um heitar kinnar mínar; úti í fjarlægðinni glampaði á fölar fannirnar. Á hæðinni var þögult, aðeins barst þangað ómur af bæjarlífinu, sem nóttin var að þagga og svæfa. Stundin var svo hátíðleg; stjörnurnar færðust nær, mér fanst jörð og himinn hverfa, — ekkert var eftir, nema eilífðin og Guð, sem situr í heilagri kyrð og hlustar á öldurót hins fjarlæga lífs. Hvað lífið getur stundum orðið stórt og voldugt. Aftur liðu nokkrar vikur, dagarnir voru dimmir og kaldir, næturnar langar. Tíminn leið í svefnþungu tilbreytingarleysi, skamdegismóki. Eg sá hana aldrei, gekk þó oft um bæinn á kvöldin í þeirri von að hitta hana, en sú von brást; kvöld eftir kvöld sneri eg heimleiðis eftir langa og leiðinlega göngu, dapur og í vondu skapi. Eitt kvöld þegar eg var nýkominn heim frá vinnu minni, sat eg við gluggann og horfði út á götuna.

x

Hugrún

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugrún
https://timarit.is/publication/1335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.