Hugrún - 01.05.1924, Side 31
[Hugrún]
61
Eftir þetta var eg heimagangur hjá Þorláki og
kunni hvergi við mig nema hjá honum. Dóttirhans,
Fríða, var mér altaf eins og góð systir og hún varð
mér kærari dag frá degi.
Svo var það eitt kvöld, tæpu ári eftir að eg
kom þar fyrst 1 husið, að eg kom þangað heim.
Þetta var um klukkan átta. Eg fór beina leið inn,
barði á stofuhurðina, opnaði og gekk inn.
Fríða sat í legubekknum.
„Gúða kvöldið, Fríða!“
„Gott kvöldu.
Mér fanst hún vera daprari en vant var.
„Pabbi er nú ekki heima sem stendur, en hann
kemur bráðlega. Gjörið svo vel að fá yður sæti.u
Eg settist.
„Jæja, eg tala þá við dóttur hans á meðanu.
Nú, og svo fórum við Fríða að tala saman.
Þegar nokkur stund var liðin datt mér dálítið
í hug.
„Vitið þér hvað, Fríða. Stundum finst mér endi-
lega að eg hafi séð yður einhverntíma fyr. — Ef eg
væri guðs'pekingur mundi eg halda að við hefðum
verið vinir niður í miðöldum; því cg man ekki til
að við höfum sést í þessu lífi fyr en eg kom í
þetta hús.“
Hún brosti.
Yndislega dularfult var brosið.
„Jú, við höfum sést áður; — í þessu lífi.“
„Höfum við það?“
„Já, munið þér ekki eftir að þér færuð út í
sveit, fótgangandi, fyrir hérumbil átta árum síðan.