Hugrún - 01.05.1924, Síða 32
62
[Hugrún]
Það var á sunnudegi og mjög yndislegt veður. Þið vor-
uð tveir saman og komuð heim á sumarbústað sem
lá tveggja tíma göngu frá bænum og báðuð um að
drekka.
Munið þér nokkuð eftir hver kom með drykk-
inn út til ykkar?“
„Hvort eg man það. — Hvítklædda barnið. Hún
var engill; eg á henni mikið að þakka.
Mig grunaði ekkert enn. En þá mættust augu
okkar og hún brosti.
Eg sá inn í augun hennar; dularfulla brosið;
rafgulu lokkana; — og þekti hana.
„Fríða! Engillinn minn.“ Eg færði mig til henn-
ar í legubekkinn. „Vitið þér að eg hætti að drekka,
daginn sem eg sá yður fyrst, og eg hætti ýmsu öðru
sem ljótt var. En eg vissi ekki fyr en núna hvers-
vegna eg gerði það.---------Eg elska þig Fríða. —
Fríðau.
0, þetta inndæla bros hennar fékk mig til að
skjálfa af gleði.
Hún lagði litlu hendurnar á axlirnar á mér,
horfði beint inn í augu mín og sagði:
„Það var undarleg tilviljun11, brosið var ofurlít-
ið gletnislegt, „því frá þessum degi, fyrir mörgum
árum síðan, átt þú einnig ást mína. — Manstu hvað
þú sagðir við mig þá? Þú óskaðir að þú ættir mig;
manstu það?u
Hún varð alvarleg.
„Nú getur þú fengið þá ósk uppfylta.u
— Á næsta augnabliki gerðist, — jæja, þetta
vanalega við slík tækifæri.