Hugrún - 01.05.1924, Síða 35

Hugrún - 01.05.1924, Síða 35
[Hugrún] 65 Guðsríki. Einu sinni var lítið blóm, ljómandi fallegt, sem óx í háum klettum. Fyrir ofan var þverhníft bjargið og undir voru hin ystu myrkur. En sólin skein á litlu grastóna sem blómið festi í rætur sínar, það breiddi út krónu sína móti geisl- unum hlýju og gladdist yfir því að eiga alt þetta yndislega líf, alla þessa æsku. Þetta var snemma morguns. Blómið hafði yndi af að beygja sig út yfir djúp- ið — vildi nálgast sólina meir, — en það sá ekki að hvert sinn er það beygði sig út yfir hyldýpið, losnaði rót þess lítið eitt frá bjarginu. Um miðjann morguninn flaug fiðrildi framhjá og sá að blómið var í hættu; — rótin losnaði sífelt meira. „Varaðu þig barn,“ sagði fiðrildið „rætur þínar eru að losna frá berginu. Bráðum hrapar þú.„ Blómið hló. „Sérðu ekki að sólin skín, finnurðu ekki ylinn?“ svaraði það og beygði sig en þá lengra út frá bjarginu. Fiðrildið hristi höfuðið og flaug burt. Sólin var í hádegisstað þegar fiðrildið flaug aft- ur framhjá. Rætur blómsins losnuðu sífelt meir og meir. „Þú leikur þér að dauðanum barn“ sagði fiðrildið; „reyndu að reysa þig við aftur og festa rætur þínar, annars hrapar þú áreiðanlega. 5

x

Hugrún

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugrún
https://timarit.is/publication/1335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.