Hugrún


Hugrún - 01.05.1924, Qupperneq 43

Hugrún - 01.05.1924, Qupperneq 43
[Hugrún] 73 „Síðkyeldtó Magnúsar Ásgeirssonar. Þetta á ekki að verða neinn ritdómur; ég vil aðeins geta þess sem mér þykir fallegast og best sagt í þessari bók. Myndin framan á kápunni gefur strax dálitla hugmynd um innihald bókarinnar: Rökkurskugguð fjöll og hálsar. Lygn á sem kemur undan fjöllunum. Á himninum stjarna sem kastar daufum bjarma á vatnsflötinn. í fyrsta kvæðinu er þessi gullfallega setning: „Hver vík er breið, sem vini skilur“. Við höldum áfram að lesa. Næsta kvæði heitir Haustljóð: Sum hjörtu flýja fylta ósk og finna aldrei ró. Þau brenna upp við egin glóð en ilja samt ei nóg. Þín ást var vígð til haustsins hels og hrím þess bar með sér. í dauðann hefði ég fús þér fylgt. en flúði líf með þér. Eitt kvæðið heitir „Perlanu: Perlan lá í sænum „í sinni skel.u Svo fann einhver hana og nú ljómar hún á brjósti fegurstu meyjunnar. Og nú fær enginn dáð hana nógu vel En — samt var hún meinsemd í sinni skel. Það er mikið í þessu litla kvæði. Fegurstu perl

x

Hugrún

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugrún
https://timarit.is/publication/1335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.