Jólastjarnan - 01.12.1922, Blaðsíða 4
2
mönnunum, að hann hefir áhrif á þá alla, hvern-
ig sem þeir annars standa, með honum eða móti
honum. Hann hefir einhver áhrif á alla, vantrúaða
jafnt og trúaða, þessvegn er hann teikn til falls
og frelsis, eftir því hvort menn aðhyllast hann
eða hafna honum. —
Nú eru jólin komin. Hvemig eru skapbrigði þín
á hátíðinni? Hvemig verkar hún á þig? — þetta
era spumingar til umhugsunar.
Svarið er komið undir því, hvað jólabarnið er í
þínum augum. Ef Jesús Kristur, sem fæddist í
Davíðs-borg á jólanóttinni, er aðeins maður og
mannsbam í augum þínum, þá er jólagleðin fyrir
utan þig, og hátíðartilfinning sú, er grípur þig, er
þá aðeins áhrif frá tilfinningum annara, sem kring
um þig lifa. — En ef þú getur af öllu hjarta sung-
ið með söfnuði Guðs:
„S á G u ð, er ræður himni háum,
hann hvilir nú í dýrastalli lágum;
s á G u ð, sem öll á himins hnoss,
varð hold á jörð og býr með oss.“
pá getur þú í sannleika glaðst, því þá era jólin
þjer ekki aðeins liðinn atburður, heldur dýrðlegur
virkileiki. pú hefir þá reynt, að það er satt orð og
í alla staði þess vert, að við því sje tekið, að Krist-
ur Jesús er kominn til heimsins til þess að gjöra
synduga menn sáluhólpna. Og þessi vissa gefur
þjer þann frið í hjartað, sem englamir sungu um
á Betlehemsvöllunum forðum, og þá fyrst, er þú
hefir öðlast þennan frið, getur þú gefið dýrðina í
upphæðum Guði þínum, svo að hans nafn vegsam-