Jólastjarnan - 01.12.1922, Blaðsíða 25

Jólastjarnan - 01.12.1922, Blaðsíða 25
23 klæddur í látúnstreyju, með látúnshjálm á höfði, fannbarinn og veðurbitinn. Augun stóðu full af tárum, og hjengu ísdrönglarnir undan látúnshjálm- inum, niður úr hárinu. Hann skalf af kulda og bað að lofa sjer inn. „Ertu einn Er enginn með þjer?“ spurði hús- móðirin áfjáð. „Komdu inn, komdu inn, velkominn“. Og hún sópaði af honum snjóinn, og það lýsti af látúnstreyjunni. Hún þerraði tárin af augum hans, og augun ljómuðu eins og stjörnur. „Elsku jólabarn, sestu hjá ofninum og hitaðu þjer“, sagði Magdalena. Móðirin spenti greipar og spurði nú, hvaðan hann kæmi og hver hann væri. „Jeg er Theóbald Gallheim“, svaraði sveinninn. „Jeg reið út í skóginn, en þar flugu upp villihæn- ur undan hestinum, og hann fældist og fleygði mjer af baki og hljóp frá mjer. Jeg gekk í skóginum þangað til fór að dimma. þá kom stormurinn og snjórinn, og jeg sá ekkert lengur nje heyrði fyrir myrkrinu og storminum. Og svo datt jeg, og svo gekk jeg ennþá lengra, þar til jeg sá ljósið hjer. Lofið mjer að vera hjá ykkur og gerið mjer ekk- ert ilt. Faðir minn kemur hingað bráðum, hugsa jeg. — Mjer er svo kalt“, og það var hrollur í röddinni, er hann talaði. Húsmóðirin dró af honum skóna, en þeir voru hálffrosnir við fæturna, og sveinninn kveinkaði sjer af sársauka. Hún lagði köld kálblöð við hendur hans og fætur og sótti þvínæst heita súpu og mat- aði hann sjálf með spæninum. Magdalena læddist á tánum í kringum hinn unga gest og stalst til

x

Jólastjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólastjarnan
https://timarit.is/publication/1336

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.