Jólastjarnan - 01.12.1922, Blaðsíða 7
5
Ávalt fjölga mönnum góðum.
Sendu, faðir, frið í heim,
Friðar-eining jarðar þjóðum.
Allar þjóðir iðki frið,
Allir menn á friðarþingi.
Allra flokka augnamið:
Ævarandi’ að semja grið. —
Orð og tunga leggi lið,
Lofgerð allra hjörtu syngi. —
Allar þjóðir iðki’ frið,
Allir menn á friðarþingi.
Lífsorð drottins lifa enn,
Lifa, — þegar aldir deyja.
Friðarþing og friðarmenn
Fagna dýrðar sigri enn.
Ameríka, — allir m e n n,
Enn þá friðarstríð sitt heyja.
Lífsorð Drottins lifa enn,
Lifa, — þegar aldir deyja.
Friði’ á jörðu, — friðargerð,
Fagna menn af öllum þjóðum.
Enginn reiði’ að öðrum sverð. —
Útlæg stríð og vopna mergð.
Samlíf manna — sættargerð. —
Samhygð stjómi drengjum góðum.
— Friði’ á jörðu, — friðargerð,
Fagnið menn, af öllum þjóðum!
(Sameiningin). Jónas A. Sigurðsson.