Jólastjarnan - 01.12.1922, Blaðsíða 7

Jólastjarnan - 01.12.1922, Blaðsíða 7
5 Ávalt fjölga mönnum góðum. Sendu, faðir, frið í heim, Friðar-eining jarðar þjóðum. Allar þjóðir iðki frið, Allir menn á friðarþingi. Allra flokka augnamið: Ævarandi’ að semja grið. — Orð og tunga leggi lið, Lofgerð allra hjörtu syngi. — Allar þjóðir iðki’ frið, Allir menn á friðarþingi. Lífsorð drottins lifa enn, Lifa, — þegar aldir deyja. Friðarþing og friðarmenn Fagna dýrðar sigri enn. Ameríka, — allir m e n n, Enn þá friðarstríð sitt heyja. Lífsorð Drottins lifa enn, Lifa, — þegar aldir deyja. Friði’ á jörðu, — friðargerð, Fagna menn af öllum þjóðum. Enginn reiði’ að öðrum sverð. — Útlæg stríð og vopna mergð. Samlíf manna — sættargerð. — Samhygð stjómi drengjum góðum. — Friði’ á jörðu, — friðargerð, Fagnið menn, af öllum þjóðum! (Sameiningin). Jónas A. Sigurðsson.

x

Jólastjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólastjarnan
https://timarit.is/publication/1336

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.