Jólastjarnan - 01.12.1922, Blaðsíða 32

Jólastjarnan - 01.12.1922, Blaðsíða 32
30 og manneskjurnar tvær koma út. Skjálfandi stóðu þær í næturstorminum og þorðu ekki að fara til austurs og ekki til vesturs. J>au störðu niður á jörð- ina, sem hjeðan í frá átti að bera þeim þyma og þistla, þar til þau hyrfu í skaut hennar. Maðurinn steig með berum fætinum ofan á rós- ina, og þyrnarnir stungu hann og blöðin urðu blóði drifin. En maðurinn fann það ekki, því dauðinn hafði sest að í hjarta hans, og það olli honum enn sárari kvalar. En þar sem blóðblettimir komu á blöðin, visnuðu þau. Blóð þessa fallna sonar jarð- arinnar draup eins og ólífisvökvi á blöðin og við- kvæmustu frjóangana. Og nú sá hún í fyrsta sinn, að undir fegurð blómanna átti hún sárbeitta þyma. Manneskjumar tvær hjeldu af stað; einmana og örvæntandi hrökluðust þau út yfir eyðilega sljett- una — alein á óbygðri jörðunni. Dimman huldi þau meir og meir, og að síðustu hurfu þau út í myrkrið. Litla rósin spiltist æ meir. Með næringunni saug hún í sig bölvun jarðarinnar, sem smaug út í hverja hennar grein. — pyma og þistla átti jörðin að bera. — Hún barðist við sjálfa sig í storminum. Með sínum eigin þyrnum reif hún fegurstu blómin sín, svo að hvítu blöðin fjellu eins og snjódrífa í faðm jarðarinnar. Nú komu hræðilegir tímar. Alt sem líf hafði, hataðist og barðist. Alla náttúruna þyrsti eftir blóði. Lirfumar nöguðu rætur rósanna og fuglar himinsins lifðu á ránum og í hræðslu hver við ann-

x

Jólastjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólastjarnan
https://timarit.is/publication/1336

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.