Jólastjarnan - 01.12.1922, Blaðsíða 49

Jólastjarnan - 01.12.1922, Blaðsíða 49
47 Og það urðu jól á fátæka heimilinu, sem eiginlega var ekki orðið neitt fátækt. Gleði var þar gnægð af, og vegna þess að gleðin er besta lyf, þá var frú Lind það hress á aðfangadagskvöldið, að hún gat setið í góðum hægindastól og horft á, meðan Lilja og Elsa skreyttu jólatrjeð, og bráðum kepti ljósið við augun hennar Elsu um að ljóma — Ijóma. Frans hjelt í hendina á mömmu sinni á meðan þau sungu jólasálmana. En utan úr eld- húsinu barst þægilegur steikarilmur, eins og til sann- indamerkis um það, að- ekkert skorti í þeim efnum. Rjett á eftir fór Lilja. „Vertu aftur sæl, jólaengill", sagði Elsa, hún hjelt á íallegri brúðu í fanginu, „og þakka þjer innilega fvrir Lísu bamið mitt“. „Guð blessi yður“, hvislaði móðir hennar með tárin i augunum. „Hann gefi yður gleði og hamingju, eins og þjer hafið fært okkur“. „Jeg heiti yður og mömmu því, að vera altaf ráð- vandur drengur“, sagði Frans, og horfði hrærður á ungu stúlkuna, sem hafði fært þeim jólin heim á fátæka heimilið. „Jeg held jeg hafi mest að þakka“, sagði Lilja og rjetti þeim báðum sína hendina hvoru. „það er ekki ávalt svo auðvelt að rata rjettu leiðina í auði og alls- nægtum. Vegurinn, sem þú fórst, Frans, var erfiður, en það var rjetta leiðin. Mamma þín sýndi þjer þann veg, og hann færði okkur öllum jólagleði". Nú hljómuðu kirkjuklukkurnar víðsvegar: Heims um ból, helg era jól. Iúlja stóð ofurlitla stund á fótaþrepinu í bílnum og leit inn um gluggann á litlu, fátæklegu stofunni. Svo

x

Jólastjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólastjarnan
https://timarit.is/publication/1336

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.