Jólastjarnan - 01.12.1922, Blaðsíða 19
17
hinni minstu hríslu í skógi þessum, af illum hvöt-
um“.
„Nú, ekki það. En þessi hrísla, sem þarna ligg-
ur, sem þú getur ekki haft hið minsta gagn af?
Hvað segir þú um það?“ sagði von Gallheim.
„Fyrirgefið, herra minn — jólatrje handa bam-
inu mínu“.
„Ha, ha, ekki ólagleg afsökun, en handsamaðan
þjóf lætur maður nú samt ekki frá sjer hlaupa.
Skógarvörður, viljið þjer binda hann og fara með
hann? Veggir hallardýflissunnar munu varla gjöra
honum mein fram yfir hátíðina“.
Lorenz stappaði þungt í harðann mosann. Hið
innra ólgaði reiði og hrygð, og óþægilegar andstæð-
ur. Annað augnablikið fann hann, að hann var þjóf-
ur, og hitt augnablikið fanst honum hann vera
ranglæti beittur; en hann sagði ekkert orð lengur.
þögull og þungbúinn horfði hann niður á jörðina
og ljet mótþróalaust léiða sig á brott.
Já, fljótt var nú að breytast veður í lofti. Svona
var það nú komið. Hann, sem alla æfi hafði álitið
sig heiðarlegan mann og aldrei viljað vamm sitt
vita, var nú leiddur til dýflissunnar, þar sem áður
hafði setið ræningi, og á eftir mundi koma um-
renningurinn. það var jóladýrðin hans. Ó, já. —
En jólatrjeð lá eftir á frosinni jörðinni, og í
stað hinna hlýju jólaljósa glitruðu nú kaldar ís-
perlumar á greinum þess.
II.
Reiður út af trjástuldinum, en þó jafnframt
ánægður yfir að hafa komist fyrir hann, kom nú
2