Jólastjarnan - 01.12.1922, Blaðsíða 15
13
og ætíð, þegar gott barn sofnar, þá kemur hann
að rúminu þess og leggur hendina á höfuð þess og
lætur það dreyma fagra drauma um englana og
móður sína, því honum þótti svo vænt um hana,
þegar hann var að deyja“.
„Pabbi minn“, sagði drengurinn eftir litla stund,
og var gráthljóð í röddinni. „Jeg ætla altaf að vera
góður við hana mömmu, og ef jeg dey, þá verður
hún kannske góð við mig líka“.
„Hún verður það, drengur minn, þótt þú lifir“,
sagði faðirinn, „ef þú verður góður við hana“.
í þessu opnuðust dyrnar og móðirin kom inn
með tár í augum, því hún hafði staðið utan við
hurðina og heyrt alt, sem fram fór í herberginu,
og hún var alvarleg á svipinn og bauð af sjer góð-
an þokka á þessari stundu. Drengurinn gekk á móti
henni hikandi og sagði lágt, svo varla heyrðist:
„Jeg ætla altaf að vera góður við þig, mamma.
Hann pabbi sagði mjer sögu af góðri mömmu, sem
átti fallegan dreng, sem dó, og hann dreymdi um
hana við gröfina, og alt, sem fallegt var, og mamma
hans grjet svo mikið, eins og þú mundir gráta, ef
jeg dæi, en hann fór með vísur og bað hana að
gráta ekki. Jeg ætla altaf að vera góður við þig,
mamma mín. Ef jeg dey, þá má jeg til að vera það“.
„Guði sje lof fyrir þetta kvöld“, sagði móðirin
og tók hann í faðm sjer og kysti. „Jeg skal altaf
vera góð við þig líka“.
En faðirinn sat og horfði á, og var hógvært sig-
urbros á vörum hans, eins og oft er hjá göfugum
mönnum, þegar þeir eru sjer þess meðvitandi, að
þeir hafi komið einhverju góðu til leiðar. Og nú