Jólastjarnan - 01.12.1922, Blaðsíða 10

Jólastjarnan - 01.12.1922, Blaðsíða 10
8 að þú verður góður drengur. Jeg ætla að segja þjer eina sögu, og hún er svona: Einu sinni var kona, ekki langt í burtu hjeðan, sem átti fallegan dreng á aldur við þig, en hann var ekki góður við móður sína. Eitt sumarkvöld í líku veðri og nú er, kom hann grátandi inn til mömmu sinnar og segist vera veikur. Móðirin tók hann í faðm sjer og bað Guð að hjálpa sjer, og nú var drengurinn góður við hana, því nú var hann veikur. Síðan háttaði hún hann í rúmið sitt og vakti yfir honum, en eftir því sem á leið nóttina, þyngdi drengnum, og undir morguninn lagði hann hend- ina á vanga móður sinnar og sagði þýðlega og lágt, svo varla heyrðist: „Elsku mamma mín, jeg ætla altaf að vera góður við þig“. pá grjet móð- irin. Hún sá, að bráðlega mundi drengurinn deyja, og allan daginn grjet hún, og undir kvöldið dó hann. pá þvoði hún honum um kroppinn, eins og hún svo oft hafði gjört, á meðan hann var lifandi, og færði hann í hreina skyrtu, en þá hafði hann stundum verið ódæll og sparkað í móður sína, — nú lá hann grafkyr og lofaði mömmu sinni að færa sig í skyrtuna og kyssa sig marga kossa, — því nú var hann dáinn. Svo var smíðuð líkkista og drengurinn lagður í hana. Móðirin hreiðraði þar um hann, eins og hún svo oft hafði gjört á kvöldin, en þá hafði hann stundum sparkað ofan af sjer rúmfötunum; nú lá hann kyr, eins og gott og hlýðið barn, — þvi nú var hann dáinn. Áður en lokið var látið á kistuna, var sunginn

x

Jólastjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólastjarnan
https://timarit.is/publication/1336

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.