Jólastjarnan - 01.12.1922, Blaðsíða 16

Jólastjarnan - 01.12.1922, Blaðsíða 16
14 snjeri móðirin sjer að honum og sagði með titrandi röddu: „Nú opnast augu mín fyrir þj er, eins og >ú ætíð ert, og sjálfri mjer, eins og jeg hefi ætíð ver- ið. Nú sje jeg, að þú hefir geymt móðurhjartað í föðurbrjóstinu. pú hefir opnað mjer leið að hjarta bamsins okkar beggja, barnsins, sem á þessu kvöldi er eins og nýupprunnin ástarstjarna yfir heimili okkar, sem við bæði getum horft á og dáðst að í sameiginlegri ást“. Og hún rjetti honum hönd sína, eins og til að biðja hann fyrirgefningar á umliðinni samveru og játa honum ást sína að nýju. Og hann tók hönd hennar og hjelt henni í hendi sjer, horfði í augu hennar og sagði hrærður í hjarta: „Nú vona jeg, að alt lagist“. En drengurinn stóð á miðju gólfi og horfði á þetta og sagði með einkennilegri röddu: „Jeg ætla altaf að vera góður við ykkur bæði, og nú ætla jeg að vera hlýðinn og fara að sofa og láta mig dreyma um góða drenginn, sem dó; nú kemur hann til mín í nótt og lætur mig dreyma um englana og móður sína og ykkur bæði. Nú kem- ur góði drengurinn til mín í nótt. Góða nótt, pabbi minn. Góða nótt, mamma mín. Góða nótt“. Kvöldroðinn hvarf og himininn blánaði. Tunglið kom upp og skein yfir sveitina, en uppi yfir bæn- um birtist tindrandi stjama, sem roðnaði og blán- aði á víxl. — Bamssálin, barnssálin, — hvíslaði miðnætur- laufsvalinn, sem fór um þekjur bæjarins í tungls- Ijósinu.

x

Jólastjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólastjarnan
https://timarit.is/publication/1336

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.