Jólastjarnan - 01.12.1922, Blaðsíða 43

Jólastjarnan - 01.12.1922, Blaðsíða 43
41 unni, sem þú gafst mjer daginn sem — — — já, — þú veist“. „Daginn sem þú gafst mjer hendina þína og hjart- i að þitt“, sagði hann brosandi. „Já, það var óneitanlega litla taskan, sem varð ti! þess að leiða okkur saman, þvi ef þú hefðir ekki týnt töskunni þinni, sem jeg fann og færði þjer, þá hefðum við kannske ekki verið farin að sjást enn þá. þess vegna gaf jeg þjer gulltösku besta daginn, sem jeg hefi iifað". Hún brosti með tár í augum. „Ó, mjer þótti svo und- ur vænt um hana. Jeg hafði hana alt af undir höfðinu, svo mig dreymdi þig. Og nú er hún týnd. Bara að þetta viti ekki á eitthvað ilt“. „Eki tár i dag!“ Og hann kysti burt tárin úr aug- unum hennar blíðu og bláu. „Jeg skal gefa þjer sams- X konar tösku — annars dreymir þig mig víst ekki“. Hátíðin stóð sem hæst. þjónarnir höfðu rutt borð- salinn, svo það yrði dansað i honum. Hljóðfæraflokkur stóð í hlje við hávaxnar pálmajurtir, og ljek hljómfög- ur lög, og nú var einmitt verið að drekka skál ungu brúðhjónaefnanna í ævagömlu, gómsætu kampavíni. Jóhann, gamli þjónninn, kom smástigur og virðing- arverður og hvíslaði einhverju i eyrað á ungfrú Brandt, sem stóð við hlið unnusta sins í stórum vinstúlknahóp. „Hvað segirðu, Jóhann?" sagði hún og hló hátt. „Páll, Jóhann segir, að það sje drengur hjerna fyrir utan, sem * hafi fundið töskuna mina, — ó, hvað jeg er nú glöð“. „En hann segist alls ekki afhenda hana öðrum en annaðhvort ungfrúnni eða verksmiðjueigandanum", sagði Jóhann. „Hann vill fá fundarlaun, strákanginn", sagði barón-

x

Jólastjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólastjarnan
https://timarit.is/publication/1336

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.