Jólastjarnan - 01.12.1922, Blaðsíða 34

Jólastjarnan - 01.12.1922, Blaðsíða 34
32 in, sem einu sinni hafði dreymt, að hún væri kom- in inn í garð sakleysisins, hún var nú orðin inn- sigli bölvunar á dauðadæmdri jörð. pessvegna gat hún ekki dáið. Einn dag komu þeir og hjuggu hríslumar af, fljettuðu þær saman í þyrnikórónu og þrengdu henni niður á enni dauðadæmds óbótamanns, — óbóta- manns, sem bar þyngri syndabyrði en nokkur ann- ar, því á herðum hans hvíldi dauðadómur jarð- arinnar. þyrnigreinin, sem var fljettuð um höfuð hans, sá nú yfir óteljandi manngrúa, ráfandi í myrkri og blindaðan af hatri. Hún leit yfir mannkynið, sem einu sinni hafði átt heima í lundum Paradísar, en nú hafði krossfest sjálfan konunginn. Og hún heyrði sjálfa náttúruna, í kvöl og þrósku, rísa öndverða gegn honum, sem nú átti að deyja. það ýlfraði í klettaskorunum og eldtungur þutu gegn um næt- urmyrkrið. það var sama voðalega óveðrið og myrkrið, eins og þegar syndin kom í heiminn. þá fann rósin, að hún var nátengd öllu þessu, sem hún s.á og heyrði. Að hennar eigin lífssaga var saga jarðarinnar. Blóðþyrstir og hatursfullir þymamir þrýstu sjer dýpra og dýpra inn í enni frelsarans. Og enn á ný varð rósin blóði drifin, eins og í fyrsta sinn, þegar hún óx með fallegum hvítum blómum undir girðingu aldingarðsins. En þar sem blóðdroparnir fjellu nú á hana, skaut hún nýjum frjóöngum. þar sem hið heita, purpurarauða blóð vætti hríslumar, lifnaði hún á ný. Og meðan frels-

x

Jólastjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólastjarnan
https://timarit.is/publication/1336

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.