Jólastjarnan - 01.12.1922, Blaðsíða 9

Jólastjarnan - 01.12.1922, Blaðsíða 9
7 „Hann hlýðir þjer æfinlega, hvernig sem á stend- ur, en mjer aldrei, hvernig sem jeg fer að honum; það er varla að hann fáist nú orðið til að kyssa mig, og mjer finst hann altaf vera að fjarlægjast mig, eftir því sem hann stækkar. Og mjer þykir þetta svo leiðinlegt“, segir hún og viknar lítið eitt við. „Við skulum vona, að þetta lagist“, segir faðir- inn og lítur út um gluggann. „Já, það verður að lagast“, segir móðirin og horfir á föðurinn. Seinna þetta sama kvöld sat faðirinn í herbergi sínu og drengurinn hjá honum. Engir voru þar aðrir inni. Sólin var horfin niður fyrir hafsbrúnina, en kvöldroðinn ennþá á himninum. Vesturhafið var spegilsljett og gulglampandi út undir sjóndeildar- hringinn, en þar tók það á sig draumkendan fjólu- blæ, og neðan frá dúnmjúkri sandströndinni barst lognölduómurinn heim að bænum í aftankyrðinni. þeir sitja nú hljóðir góða stund. Drengurinn stóð fyrir miðju borði og horfði vestur til hafs- ins út um opinn gluggann, en faðirinn sat og horfði á drenginn, og leit svo út, sem hann hefði verið að tala við drenginn einhver mild áminningarorð. það var eins og drengurinn þyrði hvorki að líta upp nje niður, til hægri nje vinstri, í herberginu, en horfði aðeins út um gluggann. Loks rauf faðirinn þögnina, tók í hönd drengs- ins, setti hann á hnje sjer og sagði í mildum rómi: „Nú skulum við ekki tala meira um þetta. Jeg veit,

x

Jólastjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólastjarnan
https://timarit.is/publication/1336

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.