Jólastjarnan - 01.12.1922, Blaðsíða 24
22
Konan í litla húsinu kveikti á kerti. pað var
rautt að lit, og ljósið bar föla birtu. En oft og
mörgum sinnum hafði verið látið loga á því áður.
jpegar faðir Lorenzar dó, hafði logað á því. þegar
skammdegishlákumyrkrið datt yfir og skriðuhrap-
:ð kom brunandi ofan frá Dimmufjöllum og stefndi
á húsið, hafði logað á því; og þegar að því kæmi,
að Lorenz Hackbretter og hin trygglynda eigin-
kona hans lokuðu augunum í síðasta sinni, eftir
langa og stranga lífdaga, átti að láta loga á rauða
kertinu. Og nú logaði einnig á því, þegar hinn elsti
í húsinu var horfinn — hið flekklausa mannorð. —
það var ljós dauðans.
Húsmóðirin kraup á knje fyrir framan ljósið og
bað. Bæn hennar var ekki þrungin þungri ástríðu.
Hún bað í lotningu andans og auðmýkt hjartans.
„Heilagi Guðssonur“, mælti hún. „1 þínar hendur
fel jeg sorg mína og áhyggjur. Hann getur ekki
hafa gjört neitt ilt. pað er mín stöðuga bæn, að
verndarengill hans megi aldrei sleppa af honum
vemdarhendi sinni. Ó, Guð, jeg vil taka á móti
örbyrgð og hverskonar böli, — en ekki vömm og
vansæmd".
„Nú er hann að koma fyrir utan“, hvíslaði Magda-
lena, og hlustaði við. Og í sannleika. það var ekki
hávaðinn í storminum á húsþakinu, eða þyturinn
í mjöllinni við gluggann. — það voru barin þjett-
ingshögg á hurðina. — Móðirin greip ljósið og
skundaði til dyranna.
IV.
Úti stóð ókunnur drengur, einkennilegur sveinn,