Jólastjarnan - 01.12.1922, Blaðsíða 36

Jólastjarnan - 01.12.1922, Blaðsíða 36
GULLTASKAN JÓLASaGA EFTIR JÓHÖNNU DAVIDSSON IN N mikli verksmiðjulúður kvað við hátt og gaf greinilega til kynna, að nú var jólafríið byrjað. Hópar af fólki þyrptust út um verksmiðjudymar, kon- ur og karlar, þreytuleg í bragði, fölleit og illa til fara. þaö var rjett fyrir jólin, og götur stórborgarinnar voru uppljómaðar og bar mjög á hinum vel skreyttu búðar- gluggum. Á bak við geymsluhús verksmiðjunnar voru dyngjur af allskonar skrani, hálmi, umbúðapappír, tómum kössum og öðru þvílíku, og í miðri dyngjunni sat stálpaður drengur og grjet sárt. „Elsku, góða mamma!“ tautaði hann með sárum ekka. „Elsku góða mamma, hvernig fer jeg að horfast í augu við þig?“ Rjett á eftir stóð hann á fætur og laumaðist heim. Móðir hans, sem var ekkja, átti heima í eina litla húsinu við ána. þar bjó frú Lind ásamt bömunum sín- um tveimur, Frans, sem var 14 ára gamall, og Elsu, 8 ára að aldri. Móðir þeirra var heilsulitil og átti því íult í fangi með að hafa ofan af fyrir sjer og bömun- um í dýrtíðinni. En Frans litli hjálpaði henni af öllum mætti, og eiginlega var það kaupið hans, sem hjelt í

x

Jólastjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólastjarnan
https://timarit.is/publication/1336

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.