Jólastjarnan - 01.12.1922, Blaðsíða 38

Jólastjarnan - 01.12.1922, Blaðsíða 38
36 kaupinu þínu, — þú hafðir ekkert fengið um miðjan dag í dag“. „Verkstjórinn var ekki í dag“, sagði Frans, hann kraup fyrir framan ofninn og bljes í hálfkulnaðar glæð- urnar, svo að mamma hans gat ekki sjeð stóru tárin i augunum hans. „Nei, nei“, sagði hún, „það er sjálfsagt vesöldin, sem gjörir mig svona hrædda og kvíðandi. Jeg vildi óska, að mjer yrði skánað um jólin“. „Nú sæki jeg mjólkina, mamma min, og svo færðu heita mjólk og brauð, og jeg ætla líka að kaupa skamt handa þjer í lyfjabúðinni; þess þarftu með“. „Fáum við svo ekki pappír í jólapoka í kvöld?“ spurði Elsa og tók í handlegginn á bróður sínum. „Við skulum sjá til, Elsa mín, — en vertu nú róleg og reksaðu ekkert við mömmu, jeg skal koma fljótt aftur“. Rjett á eftir sat Elsa litla með stóra brauðsneið í hendinni og þambaði heita mjólk með bestu lyst. „J)ú verður að borða líka, mamma“, sagði Frans. „Annars get jeg ekkert borðað“. „Jeg hefi sama sem enga matarlyst, vinur minn“, sagði mamma hans og leit bliðlega á hann. „En eftir nokkra daga verð jeg orðin frísk aftur“. Frans settist hjá borðinu og ljest vera að borða, en hann var fölur og dapur í bragði. „Af hverju horðarðu ekki?“ spurði Elsa. „Nú er jeg búinn með mitt — sko“. „þú ert þó ekki veikur, Frans minn?“ spurði frú Lind og horfði áhyggjufull á drenginn. „]5ú ert svo ólík- ur sjálfum þjer í kvöld“. „Veikur!" sagði Frans hlæjandi. „Nei, nei, góða

x

Jólastjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólastjarnan
https://timarit.is/publication/1336

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.