Fréttablaðið - 29.06.2019, Síða 4

Fréttablaðið - 29.06.2019, Síða 4
68% landsmanna hafa miklar áhyggjur af hlýnun jarðar. Konur hafa meiri áhyggjur en karlar og elsta og yngsta kynslóðin meiri áhyggjur en þær á milli. Fáðu fréttablað dagsins í tölvupósti kl. 3.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista blaðsins á www.frettabladid.is#nyskraning Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið GOÐSÖGNIN NÝR JEEP® WRANGLER jeep.is JEEP® WRANGLER RUBICON Rock-Track® fjórhjóladrif, Select-Trac® millikassi, Tru-Lock® 100% driflæsingar að framan og aftan, aftengjanleg jafnvægisstöng að framan, Heavy Duty fram- og afturhásing, 17” álfelgur, 32” BF Goodrich Mudtrack hjólbarðar, bakkmyndavél með bílastæðaaðstoð, bakkskynjarar, aðgerðarstýri, hraðastillir, sjálfvirk miðstöð með loftkælingu, rafdrifnar rúður, rafdrifnir og upphitaðir hliðarspeglar og fjarstýrðar samlæsingar. WRANGLER RUBICON BENSÍN 273 HÖ. 8 GÍRA SJÁLFSKIPTUR VERÐ FRÁ: 10.890.000 KR. WRANLGER RUBICON DÍSEL 200 HÖ. 8 GÍRA SJÁLFSKIPTUR VERÐ FRÁ: 10.890.000 KR. Au ka bú na ðu r á m yn d 35 ” d ek k UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 LOKAÐ LAUGARDAGA FRÁ 8. JÚNÍ TIL OG MEÐ 3. ÁGÚST HEILBRIGÐISMÁL „Sykur veldur ekki krabbameini beint, en það eru mjög margar rannsóknir sem sýna að ef þú drekkur mjög mikið af sykr­ uðum gosdrykkjum ýti það undir þyngdaraukningu. Og of mikil þyngd, of mikil söfnun líkamsfitu, eykur áhættuna á krabbameini. Þetta er ákveðin keðjuverkun,“ segir Jóhanna Eyrún Torfadóttir, næringarfræðingur hjá Krabba­ meinsfélaginu. Segir hún fjölda rannsókna sýna fram á tengsl milli offitu og krabbameina, og að aukin líkamsþyngd sé staðfestur áhættu­ þáttur 12 tegunda krabbameina, þar á meðal í brjóstum, ristli og blöðruhálskirtli. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis­ ráðherra kynnti aðgerðaáætlun Landlæknis til að draga úr sykur­ neyslu fyrir ríkisstjórninni fyrir skömmu. Í áætluninni, sem unnin var að beiðni ráðherra, er lagt til að skattar á gosdrykki og sælgæti hækki um allt að 20 prósent. Á sama tíma á að lækka álögur á ávexti og grænmeti. Sitt sýnist hverjum um málið, en Krabbameinsfélagið styður sykurskattinn heilshugar. „Félagið fagnar öllum aðgerðum sem draga úr fjölda krabbameina. Alþjóðastofnanir mæla með sykur­ skatti, neyslusköttum og stjórn­ valdsaðgerðum, af því að þær virka,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfé­ lagsins. Segir hún að þær forvarnar­ aðgerðir sem Íslendingar hafi ráðist í með góðum árangri, þá sérstaklega í reykingum, hafi falið í sér hækk­ anir og að draga úr sýnileika. Jóhanna segir brýnt að draga úr sykurneyslu Íslendinga, sérstaklega í gegnum gosdrykkju. „Að drekka sykur er allt annað en að borða sykur. Það er eins og líkaminn verði ekki saddur við að drekka hitaeiningar. Sama hvernig á þetta er horft þá eru sykruðu gosdrykkirnir efstir á blaði þegar kemur að því að ýta undir þyngdar­ aukningu.“ Krabbamein er nú algengasta ótímabæra dánarorsök Íslendinga og má þriðji hver Íslendingur vænta þess að fá krabbamein á ævinni. „Vitað er að koma mætti í veg fyrir fjögur af hverjum 10 krabba­ meinum með forvörnum. Það mætti koma í veg fyrir að rúmlega þúsund manns fái krabbamein á næstu 30 árum með því að helminga þann fjölda Íslendinga sem eru of þungir,“ segir Jóhanna. „Það getur tekið tugi ára fyrir þetta að hafa áhrif á fækkun krabbameina.“ Nefnir Jóhanna sem dæmi að það á enn eftir að koma niðursveifla í lungnakrabbamein­ um, sérstaklega hjá konum, í kjölfar fækkunar einstaklinga sem reykja. „Þeir sem reyktu mikið á síðustu öld eru núna að fá lungnakrabbamein. Varðandi aðgerðaáætlunina segir Jóhanna það gleymast í umræðunni að það eigi að lækka verð á ávöxt­ um og grænmeti. „Það að borða ávexti og grænmeti minnkar líkur á krabbameinum, það er eitthvað sem er mjög jákvætt við sykurskatt­ inn. Bæði er það gott fyrir jörðina og það er sérstök vernd gegn krabba­ meinum,“ segir Jóhanna. „Rannsóknir sýna að skattlagn­ ing á sykraðar vörur virkar ef hún er áþreifanleg og með lýðheilsu­ sjónarmið að leiðarljósi.“ arib@frettabladid.is Sykurskatturinn hjálpar til að draga úr líkum á krabbameini Krabbameinsfélagið styður hugmyndir ráðherra um sérstakan sykurskatt á gosdrykki og sælgæti. Segir næringarfræðingur að það megi koma í veg fyrir að þúsund manns fái krabbamein á næstu 30 árum. Of- þyngd og fitusöfnun eykur áhættu á minnst tólf tegundum krabbameins. Verra að drekka sykur en borða. Aðgerðaáætlun Landlæknis gerir ráð fyrir 20 prósenta hækkun á sætum gosdrykkjum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA 14 milljarðar króna er fjárhags- legur ávinningur ríkissjóðs af sölu eigna á Ásbrú. Síðustu eignirnar heyrðu áður undir gamla varnarliðssvæðið.  Óli Björn Kárason þingmaður Sjálf- stæðisf lokksins segir verulegar efasemdir um fjölmiðla­ frumvarp Lilju Alfreðsdóttur innan þingflokks Sjálfstæðis­ manna. Ef henni sé alvara verði að taka á þátttöku RÚV á sam­ keppnismarkaði. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar telur fyrirhug­ aðan sykurskatt í þágu sérhags­ muna og finnst sérstakt að mismuna milli vörutegunda. Harpa Þorsteinsdóttir knattspyrnukona þurfti að fara aftur undir hnífinn vegna rifu í liðþófa og kemur því ekkert við sögu á þessu tímabili. Harpa er samn­ ingslaus og veit að endurhæfingin mun taka tíma en stefnir á að komast aftur út á völl á næsta ári. TÖLUR VIKUNNAR 23.06.2019 TIL 29.06.2019 Þrjú í fréttum RÚV, syndaskattur og rifinn liðþófi 53 klukkustundir er nýtt met í hjól- reiðakeppninni WOW Cyclothon. Bandaríski ljósmyndarinn Chris Burkard setti metið og svaf ekkert alla keppnina. 10 þúsund er fjöldi atvinnulausra í maí samkvæmt Hag- stofu Íslands eða um 4,7%. Atvinnu- leysi eykst um 1½ prósentustig frá því í apríl miðað við rannsóknir Hag- stofu Íslands. 129 mörk hafa verið skoruð á Heims- meistaramóti kvenna í knatt- spyrnu sem haldið er í Frakklandi. Alls hafa verið spil- aðir 45 leikir og er meðalmarka- fjöldi 2,87 í leik. 2 9 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 9 -0 6 -2 0 1 9 0 5 :0 3 F B 0 8 0 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 5 4 -A B B 0 2 3 5 4 -A A 7 4 2 3 5 4 -A 9 3 8 2 3 5 4 -A 7 F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 8 0 s _ 2 8 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.