Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.06.2019, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 29.06.2019, Qupperneq 20
Þann 1. júní síðastliðinn var Jóna Elísabet Otte­sen, ung móðir úr borg­inni, á leið úr sumar­bústað norður í landi ásamt fimm ára dóttur sinni þegar bíll þeirra mæðgna valt. Dóttir Jónu, Ugla, slapp ómeidd en Jóna ekki. Hún hlaut mænuskaða við slysið. Maður Jónu heitir Steingrímur Ingi Stefánsson, kallaður Ingi. „En það eru mjög jákvæð teikn á lofti, svo það sé sagt strax í upphafi. Hún er byrjuð að geta hreyft hendur, en þarf vitaskuld að vinna í því og að því. Hún þarf að safna kröftum. En læknarnir er vongóðir með efri hluta líkamans og að hún geti lifað sjálfstæðu lífi. Bjargað sér. Það er fyrsta markmiðið,“ útskýrir Ingi. Daginn örlagaríka var Ingi við vinnu norður í landi. Hann átti fertugsafmæli og frídag við gerð bíómyndar sem hann vann að og Jóna var á leiðinni til hans að fagna tímamótunum. „Við fórum saman í sumarbústað þarna og svo gerist þetta á leiðinni þaðan. Þær velta.“ Fyrir einskæra lukku voru þau sem fyrst komu að slysinu læknir, hjúkrunarfræðingur og sjúkra­ liðar. „Þannig að þegar lögreglan kemur á staðinn er þegar starfandi bráðateymi, sem hefur sennilega bara bjargað lífi hennar. Þetta hefði getað farið verr. Ég get ekki þakkað því fólki nóg,“ segir Ingi. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom svo og sótti þær mæðgur, en Ugla hafði setið í aftursætinu öfugu megin við móður sína. Jóna fór strax í aðgerð, liðhlaupið lagað og síðan upp á gjörgæslu þar sem hún hefur dvalið síðan. „Hún hefur verið í og úr öndunarvél en er alveg ótrú­ lega brött. Þannig er hún bara.“ Jóna og Ingi kynntust árið 2012 og hafa verið saman allar götur síðan. Ugla fæddist tveimur árum síðar. Þau eiga þéttan vinahóp og fjölskyldu sem hefur einsett sér að safna fyrir áframhaldandi meðferð og endurhæfingu fyrir Jónu, meðal annars með því að hlaupa í Reykja­ víkurmaraþoninu. Meðal þeirra sem ætla sér að hlaupa í maraþoninu fyrir Jónu eru systir hennar, Ása Ottesen, og vin­ konurnar Hólmfríður Helga Sig­ urðardóttir blaðamaður, Kolfinna Mjöll Ásgeirsdóttir kennari og Sóley Kristjánsdóttir vörumerkjastjóri. Afslöppuð týpa sem tekur ekki verðmiðann af neinu Hólmfríður, Ása og Kolla eru æsku­ vinkonur úr Árbænum, en Jóna hefur alltaf verið hluti hópsins. Hólmfríður: Fyrst sem sagt, var hún litla systir hennar Ásu en síðar varð hún vinkona okkar. Það er ekki annað hægt þegar maður kynnist Jónu en að verða vinkona hennar. Hún hefur alltaf verið ein af hópn­ um, þó hún sé tveimur árum yngri. Sóley kom síðar inn í hópinn, en þær Ása kynntust fyrir tveimur ára­ tugum. Sóley: Ég kynntist Jónu reyndar líka í gegnum Ásu, en við vorum alltaf saman. Eiginlega allar götur síðan 1998,“ segir hún og allir hlæja. Ása: Jóna er svona manneskja sem er alltaf með eitthvað á prjón­ unum, einhverjar skemmtilegar hugmyndir. Hún er sjálfstæð og fer eigin leiðir og er alltaf að pæla í hvað hún vill gera næst. Hún er skapandi. Það fer kannski ekki mikið fyrir henni, hún er ekki hávær en það er alltaf ótrúlega mikið í gangi í hausnum á henni. Hólmfríður: Hún er svona frjáls andi. Hún elskar lífið og allt sem er fallegt og gott. Mikill hippi í henni. Kolla: Ég held að það sé óhætt að segja að Jóna sé mikill hippi. Sóley: Hún elskar náttúruna. Hún er ótrúlega hlý og kærleiksrík og segir svo fallega hluti. Hún er eiginlega ljóðræn. Heimilið hennar er líka svo fallegt og litríkt og mikið hún. Maður sér þegar maður kemur heim til hennar hvernig karakter hún er. Ása: Hún hendir náttúrulega engu. Ingi hlær. „Alls engu.“ Ása: Við erum svona svart og hvítt með þetta. Heima hjá mér er allt í skúffum og skápum í réttri röð. Jóna er öllu frjálsari. Ingi: Hún tekur ekki verðmiðann af neinu. Það eru grænir verðmiðar úr Góða hirðinum á öllu heima. Þau hlæja öll innilega. Ása: Hún er bara mjög afslöpp­ uð týpa. Hún er ekkert að stressa sig á því sem aðrir eru að gera eða hvernig hlutirnir eiga að vera. Hún er alveg hún sjálf. Hún klæðir sig í vintage búðum og er algjörlega sinn eigin herra. Kolla: En samt með svo skýra sýn á lífið og hvernig hún vill breyta og gera. Eins og þessi barnahátíð sem hún heldur á hverju ári, segir hún og vísar þar í barnamenningarhátíð­ ina Kátt á Klambra, sem Jóna hefur haldið undanfarin ár við góðan orð­ stír. Hún er alltaf eitthvað að spá og spekúlera. Ekki í þessu hefðbundna. Ingi: Við ætlum að halda hátíðina í ár eins og önnur ár. Það breytist ekkert þar. Kátt á Klambra verður haldin með glæsibrag á Klambra­ túni þann 28. júlí næstkomandi! Það koma erfiðir dagar Vinirnir hafa, líkt og áður segir, ein­ sett sér að safna fyrir endurhæfingu Jónu og hafa skoðað möguleikann á því að fara til útlanda. Ása: Ástæðan fyrir söfnuninni er sú að þó að við vitum að það er margt frábært að gerast heima og að Grensás sé frábær staður þá erum við spennt fyrir Jónu hönd að skoða eitthvað í útlöndum líka. Ingi: Félagslegi þátturinn er til dæmis mjög mikilvægur. Úti eru endurhæfingarstöðvar þar sem fólk á svipuðum aldri, með svipaðan skaða, kemur saman. Meira að segja á sumum stöðvum er starfsfólkið líka með skaða. Þá myndast önnur stemning, þegar allir eru á sama báti einhvern veginn. Ása: Þar er meira fókuserað á slíkt. Grensás er eins og ég segi frá­ bær stofnun, en við viljum að Jóna geti líka leitað út ef hún vill það. Það er svo margt í gangi úti í heimi. En söfnunin er samt bara fyrir Jónu, Löng og ströng meðferð fram undan Hún elskar lífið og allt sem er fallegt, segja vinir og aðstandendur Jónu Ottesen sem leggja henni lið og hlaupa í Reykjavíkurmara- þoninu. Jóna lenti í bílslysi í júnímánuði og hlaut mænuskaða. Fyrir algjöra tilviljun voru læknir, hjúkrunarfræðingur og sjúkra- liðar nærri slysstað og björguðu líklega lífi hennar. HÚN ER ALGJÖRLEGA GRJÓTHÖRÐ. BARA FRÁ FYRSTA DEGI AÐ REYNA AÐ HREYFA SIG OG GERA ALLT SEM HÚN GETUR. ÞAÐ KOMA AUÐVITAÐ ERFIÐIR DAGAR EN HEILT YFIR ER HÚN MJÖG HÖRÐ. Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is 2 9 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R20 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 9 -0 6 -2 0 1 9 0 5 :0 3 F B 0 8 0 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 5 4 -C 4 6 0 2 3 5 4 -C 3 2 4 2 3 5 4 -C 1 E 8 2 3 5 4 -C 0 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 8 0 s _ 2 8 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.