Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.06.2019, Qupperneq 60

Fréttablaðið - 29.06.2019, Qupperneq 60
EF VIÐ MÆTTUM BJÓÐA MEÐ OKKUR GESTI VÆRI ÉG TIL Í AÐ FÁ BJARNA BEN TIL AÐ TAKA VESTFIRÐINA MEÐ OKKUR – HANN MYNDI SJÁ UM BAKSTURINN ENGIR ALDURSKOMPLEXAR MEÐ MUMMA Rakel Garðarsdóttir, hjá Vakandi Rakel segir nokkra stjórnmálamenn koma til greina. „Enda eru þau ófá sem starfa í þágu okkar,  sem mér finnst afar spennandi týpur, sem ég væri til í að kynnast betur og fá að upplifa töfra Íslands með. En ef ég ætti velja einn þá held ég að Guðmundur Ingi Guðbrands­ son umhverfisráðherra yrði fyrir valinu,“ segir Rakel. „Guðmundur Ingi eða Mummi eins og hann er ætíð kallaður er jafnaldri minn og því kæmu ekki upp nein­ ir aldurskomplexar á ferð okkar um landið. Mummi er fæddur og alinn upp á Mýrunum, sonur bónda og með próf upp á líffræði þannig að ég myndi treysta honum vel til að kynna mér vel valdar perlur og furðudýr á ferðalagi okkar. Þar sem hann er einn­ ig útskrifaður frá Hússtjórnarskóla Íslands treysti ég því að hann myndi prjóna á mig peysu og sjá um allt nesti sem borið yrði fram, undir berum himni auðvitað á nýstraujuðum dúk. Og til að toppa hvað þetta yrði mikil glamúrferð þá höfum við Mummi um margt sameiginlegt að spjalla og því frábært að fá svona langan tíma ein með honum. Ef við mættum bjóða með okkur gesti væri ég til í að fá Bjarna Ben til að taka Vestfirðina með okkur – hann myndi sjá um baksturinn og ég fengið tækifæri til að spyrja hann um eitt og annað.“ VILL HÓPFERÐ Kjartan Atli Kjartansson sjónvarpsmaður Kjartan segir þingmönnum úr öllum flokkum boðið í hring­ ferð. „Í þeim tilgangi að reyna að skapa breiða sátt um að bæta úr öryggismálum á þjóðvegum landsins. Einhvern tímann í fram­ tíðinni munum við horfa til baka og hrista hausinn; rifja upp þegar bílar keyrðu í sitthvora áttina á sama veginum á tæplega 100 kílómetra hraða. Margra tonna flykki sem mætast með örlitlu bili á milli. Ég myndi reyna að fá þingmennina til að auka öryggið. Draumurinn er auðvitað að tvö­ falda þjóðveginn því þar er hver og einn með sitt aksturslag; sumir keyra hægt, aðrir eru að flýta sér, einhverjir eru á flutningabílum, þar eru ferðamenn sem eru óvanir íslenskum aðstæðum, fjölskyldur með hjólhýsi í eftirdragi, reið­ hjólafólk, einhverjir á mótorhjólum og svona mætti lengi telja. Við þurfum meira en eina akrein í hvora átt til að rúma alla sem þurfa að nota þjóðveg­ inn.“ BÍLTÚR MEÐ KATRÍNU Einar Bárðarson umboðsmaður Einar vill fara með forsætisráð­ herra í bíltúr. „Til að heyra frá henni hvernig hún sér Samkomulag um samstarfsvettvang stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og grænar lausnir ganga eftir og hvaða aðgerða eigi að grípa til og hvernig þeim verður fylgt eftir með mælanlegum hætti,“ segir Einar. „Málaflokkurinn fékk í lok maí til ráðstöfunar marga milljarða undir merkjum þessa samkomulags en myndatökunni og fréttatilkynningunni fylgdu ekki skýrar og mælanlegar aðgerðir. Þetta er mest áríð­ andi málaflokkur í heiminum burt séð frá allri hægri og vinstri pólitík. Ég myndi vilja setja mig inn í það hvernig við ætlum að leggja okkar af mörkum sem þjóð og reyna þannig að hjálpa til með þetta. Svo er Katrín bara skemmtileg, fróð og lífsglöð manneskja og tíma sem varið er með þannig fólki er vel varið.“ ÞORGERÐUR ER RATVÍS Natalie G. Gunnarsdóttir plötusnúður Natalie segir að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Við­ reisnar, yrði fyrir valinu. „Hún virkar hress og skemmtileg þannig að það yrði aldrei lognmolla á leiðinni og þó það yrði væri það bara allt í lagi. Ég held að hún sé ratvís og kunnug staðháttum þannig að hún myndi luma á skemmtilegum staðreynd­ um um hina ýmsu staði og leyndar náttúruperlur sem vert væri að skoða,“ segir Natalie. „Ég er líka viss um að ef það myndi springa á dekkinu þá værum við samt í topp­ málum því ég held að felgulykillinn sé ekkert að flækjast fyrir henni.“ Þá heldur Natalie að Þorgerður sé jeppakona. „Það hentar mér mjög vel þar sem ekkert annað kæmi til greina í hringferð. #aðförin.“  ÞÓRDÍS SÉR UM LAGALISTANN Eva Laufey Hermannsdóttir kokkur Eva Laufey á ekki í erfiðleikum með að velja sér ferðafélaga. „Ég myndi án efa bjóða góðvinkonu minni henni Þórdísi Kolbrúnu með mér í hringferð, aðallega vegna þess að hún hefur svo góðan tónlistarsmekk og ég veit að það yrði mjög gaman hjá okkur. Það væri svo gaman að fara í hringferð með henni með það markmið að skoða alla nýsköpunina í matargerð sem á sér stað úti um allt land, það eru svo margir að gera frábæra hluti í matargerð, til dæmis að heimsækja þá sem eru að rækta bygg, búa til framandi sósur, brugga bjór og rækta wasabi svo dæmi séu tekin. Ungt fólk er að flytja á landsbyggðina og búa sér til tækifæri og ég væri svo sannarlega til í að keyra hringinn með Þór­ dísi minni og skoða þetta betur.“ ENGIN SJÁLFSRITSKOÐUN Frosti Logason útvarpsmaður Frosti vill leggja í hringferð með Brynjari Níelssyni. „Við Brynjar erum nú ekki sammála um allt en hann er maður sem þorir að segja meiningu sína og það kann ég að meta. Ég er svona gaur sem þarf að fá að heyra hlutina umbúðalaust og þoli ekki að eiga samskipti við manneskjur sem eru í stöðugri sjálfsritskoðun og laumast með allt eins og kettir í kringum heitan graut,“ segir Frosti og bætir við: „Og ef Brynjar væri upptekinn þá væri Sigríður Andersen augljóslega næst á óskalistanum.“ ÁSI ERKIBÍLSTJÓRI Margrét Erla Maack listakona Margrét Erla er einmitt á ferða­ lagi um landið um þessar mundir með fullorðins fjölbragðasýningu. „Svo sú fyrsta sem mér datt í hug var Katrín Jakobs. Ekki bara af því að hún hefur farið á töfrabragða­ námskeið og af því að erlendir listamenn hafa verið impóneraðir af því að ung kona sé forsætisráð­ herra – heldur myndi það aldeilis ganga fram af þeim að segja: „Já, og svo er hún er með okkur í sjóv­ inu!“ En svo fór ég að hugsa um lógík og bílamál og þá bömpaði ég Kötu strax úr ferðalaginu og setti erkibílstjórann Ásmund Friðriks um borð. Hann fer svo hratt yfir og virðist geta ekið tveimur bílum í einu. Svo var ég að heyra að við séum gift inn í sömu ætt. Svo: Ská­ frændi minn Ásmundur Friðriks.“ Förum í fríið Fréttablaðið fór á stúfana og spurði nokkra vel valda einstaklinga hvaða stjórnmála- manni þau gætu helst hugsað sér að leggja í hringferð með um landið. Ýmis nöfn komu upp úr krafsinu. Ásmundur Friðriks- son var nefndur vegna alkunnrar aksturs- hæfni sinnar og Þorgerður Katrín vegna þess að hún myndi ekki láta felgulykilinn flækjast fyrir sér ef ske kynni að springi á dekki á leiðinni. ÉG HELD AÐ FELGULYK- ILLINN SÉ EKKERT AÐ FLÆKJAST FYRIR HENNI. Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is 2 9 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 9 -0 6 -2 0 1 9 0 5 :0 3 F B 0 8 0 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 5 4 -B 5 9 0 2 3 5 4 -B 4 5 4 2 3 5 4 -B 3 1 8 2 3 5 4 -B 1 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 8 0 s _ 2 8 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.