Ófeigur - 15.04.1948, Side 29

Ófeigur - 15.04.1948, Side 29
ÓFEIGUR 29 í öllum menningarlöndum verja þroskaðir menn sam- vinnufélögin frá þeim rangindum, að félagsmannavið- skipti séu skattstofn. Hér hefur núverandi formaður Sis, Eysteinn Jónsson, lagt samvinnufélögin undir fall- öxi andstæðinganna, að því er snertir skattaálögur. # # # Eysteinn Jónsson hefir flutt vinnulag kommúnista inn í samvinnufélögin. Það er hinn skipulagði undir- róður til persónulegs framdráttar. Brynjólfur hrakti Eystein með þeirri aðferð úr Kron. En Eysteinn. komst í sambandsstjórn 1944, með því að skipuleggja undir- róður móti Jóni Ivarssyni, og varð varaformaður Sis tveim árum síðar, með því að beita sömu aðferð móti Jakob Frímannssyni. Áður var óþekkt fyrirbrigði að smala atkvæðum í kaupfélögunum. Menn kusu þar í trúnaðarstöður reynda og dugandi starfsmenn félag- anna, án þess að liði væri safnað. Hingað til hefir Ey- steinn haft sitt fram með tækni kommúnista. Senni- lega fer í samvinnufélögunum líkt og fyrir Bretum í stríði. Þeir eru ætíð óviðbúnir, tapa ætíð fyrstu orust- unum en sigra að lokum. Ef allt fer að líkum, á Eysteinn að geta, með hjálp kommúnista og manna, sem eru minna hugsandi um samvinnumál heldur en undir- róður, náð álitlegum hluta sambandsstjórnar á sitt vald, úr því að honum hefir lánazt að ryðja frá sér tveim merkstu kaupfélagsstjórum, þó að hann hafi orðið samvinnuhreyfingunni óþarfari heldur en nokkur einn andstæðingur. Hitt er annað mál, að þegar á reynir, munu kaupfélagsmenn taka sín mál í eigin hendur. En það gera íslenzkir samvinnumenn og Bretar ekki fyrr en búið er lengi að beita þá yfirgangi. * * * Það var sagt um grískt borgríki í fornöld, þar sem vaskir menn höfðu lengi varið garðinn, að þjóðin hefði í áratugi ekki séð reyki úr f jandmannaherbúðum. Sama geta íslenzku samvinnufélögin sagt. 1 60 ár var mál- staður þeirra varinn með harðfengi og baráttunni venjulega snúið í sókn. Jón í Múla, Benedikt á Auðn- um, Sigurður á Yztafelli, Tr. Þórhallsson, Páll Jónsson frá Reykhúsum og við Jónas Þorbergsson, höfum hrund- ið árásum andstæðinga með áhuga, og viðunandi tækni.

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.