Ófeigur - 15.04.1948, Page 31

Ófeigur - 15.04.1948, Page 31
ÓFEIGUR 31 Gylfi ætlar að bola Kjartani Ólafssyni úr bankaráðinu, eins og hann hefur ýtt Haraldi af þingi. Jónas Haralz er í ráðinu frá kommúnistum. Þrír sííkir menn hefðu myndað einkennilegan ,,vinstri.“ meirihluta. í þeim félagsskap gat Eysteinn haft allgóð skilyrði til verzl- unar um bankastjórasæti, en hann telur sér hæfa slíkt embætti, þegar landið nýtur hans ekki í ríkisstjórn- inni. Samvinnumönnum þótti þessi ráðstöfun ekki tryggi- leg. Þeir höfðu um Ianga stund haft okkur Jón Árna- son í bankaráðinu og unað vinnubrögðum okkar. Nú var ekki nema um eitt sæti að ræða. Samvinnumenn heimtuðu í það Vilhjálm Þór, og náði hann kosningu. Kom Hermann mjög sómasamlega fram í því máli, af skilningi á því, að baggar Eysteins væru að verða hon- um ofurefli, fremur en af umhyggju fyrir velferð kaup- félaganna. En Landsbankinn, kaupfélögin og þjóðin öll mega una vel við þessa ráðstöfun. Gylfi og Jónas Har- alz geta nú, án áhættu fyrir landið, sezt hlið við hlið í stjórn Landsbankans. * * # Ekki hefir orðið sýnilegur árangur af ferðum ís- lenzkra leiðtoga á fundi sameinuðu þjóðanna. Þeir hafa látið undir höfuð leggjast, að verða við óskum lögfræði- nemans, Jóns Hjaltasonar frá Hólum í Hornafirði, sem vill að fulltrúar Iandsins heimti að stórveldin taki Is- land til fyrirmyndar um algert vopnleysi. Getur Jón gert rússneskum almúga gott með þessum tiltektum, því að Stalin mun hafa 3 l/2 milljón manna undir vopn- um. Eru slíkar uppástungur vottur um einkennilegt sálarástand. Eina handbæra vitneskja sem borizt hef- ur með íslenzku fulltrúunum frá alþjóðaþinginu er frá- sögn Hermanns, framborin yfir Framsóknarvist, eftir heimkomuna í haust — að á hæstu stöðum vestra sé þeim „sem einhverju ráða“ borinn veizlukostur á gulldiskum. * * # Þegar Sigurður búnaðarmálastjóri hafði starfað fyr- ir bændastétt landsins í aldarf jórðung og lokið stærsta dagsverki einstaks manns á þeim vettvangi, gerðu tveir öfundarmenn hans samsæri gegn honum. Stóðu að því verki bóndi og braskari. Komu þeir svo sinni rógmælgi,

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.