Ófeigur - 15.12.1950, Síða 4

Ófeigur - 15.12.1950, Síða 4
4 ÓFEIGUR frið, en báðir vilja njóta gleði yfirstandandi sambýlis- stunda. Forsætisráðherran og Björn Ólafsson fara sín- ar leiðir einir síns liðs eða í lauslegu félagi. Þetta sam- heldi er styrkur stjórnarinnar. Veikleikur hennar kem- ur fram í því, að borgaraflokkarnir allir hliðra sér hjá að taka forystu í þýðingarmiklum málum. Forráða- menn flokkanna hafa bælt niður með einveldi yfir dag- blöðunum allar eðlilegar umræður varðandi landvarnir og sofið í fjóra mánuði á togaraverkfallinu. Og lausnin sem fékst er til bráðabirgða. Allur útvegur landsins hangir á bláþræði. * Ef stjórnarskrá Bandaríkjanna gilti hér á landi mundu flestir þingmenn Alþýðuflokksins verða að víkja úr sínum vel launuðu forstjórastöðum. Þar vestra er lög- bannað að þingmenn taki stöður frá ríkinu í sambandi við flokksstarfsemi. Sumir. þessara krata standa vel í stöðu sinni svo sem Emil og Haraldur en sú lýsing á ekki við alla hina. Bitlingasýki er ekki óþekkt í hin- um flokkunum, en að öllu samantödu eru kratar met- hafar í þess háttar veiðum. Eru miklar frásagnir af persónulegri þjóðnýtingu á þeim vettvangi. Líta kratar allt of oft á opinber störf eins og herfang sem eigi að falla í hlut sigursælla flokksmanna. Nýlegt dæmi er alkunnugt úr Hafnarfirði. Bæjarstjórinn Helgi Hann- esson er mannvænlegur maður. Hann hefur 50 þús. í laun sem bæjarstjóri og ríflega þóknun sem forstöðu- maður alþýðusamtakanna. En ofan á þess laun sam- þykktu kratar í Hafnarfirði að greiða vegna bæjar- stjórans mikið fé í húsaleigu. Með þessu lagi hafa kratar afhent kommúnistum mörg atkvæði verkamanna. Á miðjum slætti í sumar brugðu þrír meiriháttar menn úr liði borgaranna sér til Strassborgar á fundi tilvonandi Evrópuþings. Það voru Stefán Stefánsson, Jóhann Þ. Jósefsson og Hermann Jónasson. Allir eru þeir vel gift- ir og sóttu frúr þeirra þingið. Var það mál manna að bezt hefði verið fyrir Ísland, að frúrnar hefðu sótt sam- komuna án sinna ágætu eiginmanni. Hefði landið sparað meir en helming útgjaldanna og meiri líkur til að ís_- lenzka þjóðin hefði haft gagn af þessu ferðalagi. Á fundinum var fátt rætt, sem not mátti að verða nema

x

Ófeigur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.