Ófeigur - 15.12.1950, Page 6
6
ÖFEIGUR
Smiðirnir voru flestir úr Reykjavík. Varð að flytja þá
og sækja í bifreiðum á ríkisins kostnað hvern dag og
borga þeim kaup frá því þeir stigu fram úr rúmkiu á
morgnana og þar til þeir fóru í inniskó á kvöldin. Kost-
aði þessi flutningur 30 þús. kr. árlega. Tvær skýringar
eru til á því fyrirbæri, hversvegna Bjarni Ásgeirsson
lagði út í þessi fasteignakaup. Ríkið átti verkstæði í
Reykjavík og hafði enga þörf fyrir stækkun. Seljand-
inn Eyjólfur Jóhannsson frá Sveinatungu er bæði mikill
vinur Bjarna og háttsettur liðsoddur í flokki Mbl.manna.
Verður aldrei fullvíst, hvort Eyjólfur hefur í þessu efni
fremur notið vinsælda og langvarandi gagnkvæmra
fjármálaframkvæmda með atvinnumálaráðherra Fram-
sóknar eða að ráðherra hefir litið á hina marghátt-
uðu verðleika Eyjólfs við undirforingjastörf í samfylk-
ingu allra stétta. Nálega engin verkefni biðu þessarar
trésmíðaverksmiðju Bjarna og Eyjólfs nema helzt að
smíða fyrir ríkisstofnanir, sem höfðu lítinn kaupeyri.
Þegar leið að ráðherrakvöldi Bjarna Ásgeirssonar
voru stofnskuldir Silfurtúns óbærilegar, flutningurinn
á smiðunum á kostnað ríkisins eins dæmi og lítið um
viðskiptavini nema þá sem ekki gátu borgað. Frum-
kostnaður Silfurtúns og óhjákvæmilegur rekstrarhalli
hvíldi með vaxandi þunga á ríkissjóði.
Þegar Hermann Jónasson hafði eftir marháttaðar
hörmungar erft stól Bjarna Ásgeirssonar, þótti honum
bera vel í veiði að sanna á ómótmælanlegan hátt vanmátt
þessa keppinautar og að losna við að útvega stórfé í
hinn mikla tekjuhalla á smíðaverkstæði Eyjólfs og
Bjarna. Lét hann brátt loka Silfurtúni og gera eins
konar útboð á fyrirtækinu. En þó að leitað væri langt
og víða vildi enginn kaupa eða leigja þetta Silfurtún. Að
lokum kom Hermanni til hugar að losna við þennan
sjúkling tveggja flokka með einhverskonar gjafabréfi
til hinna athafnamiklu sjúklinga í Reykjalundi. Sú leið
var líka lokuð. Þó að leitað væri með logandi ljósi um
allt land var ekki til einn einasti maður eða stofnun sem
treysti sér til að íklæðast hinni tvöföldu fjármálaljóns-
húð tveggja nafnkendra manna úr Mýrasýslu. Silfurtún
er harðlokað. Veggir verkstæðisins eru byrjaðir á eins-
konar keppni við tuminn í Písa um mótþróa við þyngd-
arlögmálið. Og þyngdarlögmál viðskiptanna vill ekki