Ófeigur - 15.12.1950, Side 15

Ófeigur - 15.12.1950, Side 15
ÖFEIGUR 15 Odda líkt og í Reykholti, Reykhólum eða Staðarfelli. 1 Odda hygg ég henta bezt að rækta trjágarð í mest- öllum hvamminum, líkt og unnið er að í Reykholti, endurbyggja kirkju og prestsetur á smekklegan hátt, en bæta svo við listaverkum og minningartöflum víða í garðinum. I París hafa hinir listrænu Frakkar látið gera tvær steintöflur framanvert við hið fagra ráðhús borgarinnar. Er á annarri töflunni brot úr ræðu sem Clemenceau hélt, þegar sigur var unninn í fyrra stríð- inu, en við hlið hennar stendur ræðukafli de Gaulle þegar París var frelsuð 1945. Á sama hátt færi vel á að hafa í slíkum garði minningartöflu, þar sem dómur hins mikla bónda, Jóns Loftssonar um yfirburði forfeðra hans í samanburði við páfann væri tilfærður, orð- rétt. Með þessum hætti mætti á táknmáli segja sögu Oddastaðar og gera Odda að nýju frægan og eftir- minnilegan í hugum landsmanns. Má vel vera, að svip- aðar aðgerðir ættu víðar við á helgum sögustöðum. * Þess var áður getið í Ófeigi, að Kjartan Ólafsson í Hafnarfirði hefði komizt með einskonar kraftaverki gegnum hreinsunareld flokksmennskunnar, líkt og þeg- ar Guðmundur Bergþórsson heimspekingur féll út um lokaðar járngrindur efst í hinu rammgerða Bláturns- fangelsi í Kaupmannahöfn og kom ljóslifandi niður á stræti borgarinnar. Gekk hann þaðan yfir lög og sekt- ardóm kúgarans út í frelsið. Á sama hátt komst Kjartan Ólafsson bráðheill út úr hinum háskalegustu mannraunum í trúnaðarmannakosningum á Alþingi. En til að skilja það kraftaverk þarf að rifja upp aðra og engu ómerkari kosningasögu úr annálum þingsins. Þegar Jón Árnason var kosinn bankastjóri í Lands- bankanum voru í bankaráðinu tveir Mbl. menn, tveir Framsóknarmenn og einn krati. Það var Jónas Guð- mundsson. Jón Árnason hafði þá verið 18 ár formað- ur í bankaráðinu og átt meginþátt í hinni miklu end- ursköpun þjóðbankans með Magnúsi Sigurðssyni. Auk þess hafði Jón Árnason verið einn áhrifamesti maður sinnar samtíðar um þróunarmálefni atvinnuvega hér á landi undangengin 30. ár. Það varð að samkomulagi að Sjálfstæðismennirnir, varamaður Jóns Árnasonar, sá sem þetta ritar og Jónas Guðmundsson kusu Jón Árnason vegna augljósra verðleika hans í einu hljóði

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.