Ófeigur - 15.12.1950, Side 43

Ófeigur - 15.12.1950, Side 43
ÖFEIGUR 43 um í senn. Fundust þá fjölmargir dulmálslyklar. Urðu hinir seku þá að játa sekt sína. Voru þeir ýmist í þjón- ustu íslenzkra útgerðarfélaga eða erlendra. Sumir störfuðu bæði fyrir landa sína og útlendinga og þágu fé fyrir. Þessi sviksemi gaf ástæðu til að fá enska lögreglu í lið með sér. Barst þaðan allmikil vitneskja í þessu glæpamáli frá ensku lögreglunni, þar á meðal allmargir dulmálslyklar, sem tilheyrðu njósnum íslend- inga fyrir þessa útlendu aðilja. Engin löggjöf var til um þessa svikastarfsemi. Var ekki hægt að dæma af- brotamennina nema í mjög lágar sektir. Hinsvegar urðu þeir fyrir hörðum dómum almenningsálitsins i landinu. Þeir landhelgisnjósnarar, sem höfðu nokkrar félagslegar mannvirðingar, urðu að afsala sér trúnaði fyrir það mannfélag, sem þeir höfðu svikið með svo skemmilegum hætti. XXI. Varðbátar í stað varðskipa. Meðan Magnús Gu^mundsson sat að völdum, 1932 —34 og neyddist til að láta tvö af þremur gæzluskip- um liggja aðgerðalaus inni í höfnum til að spara kol og olíu í nauðsynlegum ferðum, kom Pálmi Loftsson að máli við ráðherrann og benti honum á, að þetta ófremd- arástand í gæzlumálum gæti ekki staðið til langframa. Þó að skipin tvö lægju í höfn, væri við þau mikill kostn- aður, þar á meðal allt mannahald, en enginn stuðning- ur fyrir landhelgisvarnir. Mætti heita, að gæzlan væri að mestu leyti lögð niður, þó að eitt skip væri til eftir- lits með allri strandlengjunni. Lagði Pálmi Loftsson til, að tvö skipin yrðu seld, en í þeirra stað keyptir og gerðir út vopnaðir bátar, sem gætu dreift sér á ströndina eftir þörfum. Ráðherrann tók þessari bend- ingu kurteislega, en gerði ekkert í málinu. Eftir stjórn- arskiptin 1934 tók Pálmi Loftsson málið upp að nýju við þingið. Ég var þá formaður fjárveitinganefndar. Málið var þar til umræðu og fékk góðar undirtektir. Meðal þeirra Sjálfstæðismanna í nefndinni, sem lögðu gott til þessarar breytnigar, voru Magnús Guðmunds- son og Pétur Ottesen. Stuðningsmönnum málsins þótti henta, að fá liðveizlu utan þings frá fulltrúum útvegs- ins. Var þriggja manna nefnd sett til að gera rök- \

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.