Ófeigur - 15.12.1950, Qupperneq 43

Ófeigur - 15.12.1950, Qupperneq 43
ÖFEIGUR 43 um í senn. Fundust þá fjölmargir dulmálslyklar. Urðu hinir seku þá að játa sekt sína. Voru þeir ýmist í þjón- ustu íslenzkra útgerðarfélaga eða erlendra. Sumir störfuðu bæði fyrir landa sína og útlendinga og þágu fé fyrir. Þessi sviksemi gaf ástæðu til að fá enska lögreglu í lið með sér. Barst þaðan allmikil vitneskja í þessu glæpamáli frá ensku lögreglunni, þar á meðal allmargir dulmálslyklar, sem tilheyrðu njósnum íslend- inga fyrir þessa útlendu aðilja. Engin löggjöf var til um þessa svikastarfsemi. Var ekki hægt að dæma af- brotamennina nema í mjög lágar sektir. Hinsvegar urðu þeir fyrir hörðum dómum almenningsálitsins i landinu. Þeir landhelgisnjósnarar, sem höfðu nokkrar félagslegar mannvirðingar, urðu að afsala sér trúnaði fyrir það mannfélag, sem þeir höfðu svikið með svo skemmilegum hætti. XXI. Varðbátar í stað varðskipa. Meðan Magnús Gu^mundsson sat að völdum, 1932 —34 og neyddist til að láta tvö af þremur gæzluskip- um liggja aðgerðalaus inni í höfnum til að spara kol og olíu í nauðsynlegum ferðum, kom Pálmi Loftsson að máli við ráðherrann og benti honum á, að þetta ófremd- arástand í gæzlumálum gæti ekki staðið til langframa. Þó að skipin tvö lægju í höfn, væri við þau mikill kostn- aður, þar á meðal allt mannahald, en enginn stuðning- ur fyrir landhelgisvarnir. Mætti heita, að gæzlan væri að mestu leyti lögð niður, þó að eitt skip væri til eftir- lits með allri strandlengjunni. Lagði Pálmi Loftsson til, að tvö skipin yrðu seld, en í þeirra stað keyptir og gerðir út vopnaðir bátar, sem gætu dreift sér á ströndina eftir þörfum. Ráðherrann tók þessari bend- ingu kurteislega, en gerði ekkert í málinu. Eftir stjórn- arskiptin 1934 tók Pálmi Loftsson málið upp að nýju við þingið. Ég var þá formaður fjárveitinganefndar. Málið var þar til umræðu og fékk góðar undirtektir. Meðal þeirra Sjálfstæðismanna í nefndinni, sem lögðu gott til þessarar breytnigar, voru Magnús Guðmunds- son og Pétur Ottesen. Stuðningsmönnum málsins þótti henta, að fá liðveizlu utan þings frá fulltrúum útvegs- ins. Var þriggja manna nefnd sett til að gera rök- \
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ófeigur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.