Ófeigur - 15.12.1950, Síða 53

Ófeigur - 15.12.1950, Síða 53
ÖPEIGUrí. 53 gengið allt að 25 mílur á klukkustund. Hver bátur kostaði um 300 þúsund krónur íslenzkar. Það var miklu lægri fjárhæð en ríkisstjórnin gaf á sínum tíma fyrir miklu minni og óvandaðri báta frá Svíþjóð og innlend- um smíðastöðvum. XXXIV. OlíusMpið „Þyrill“. Ríkið á nú olíuskip, sem heitir ,,Þyrill“. Er það ná- lega 1000 smálestir að stærð. Um ,,Þyril“ má segja, að hann sé einskonar happagjöf af himnum send. Með- an Bandaríkin höfðu flotastöð og olíubirgðir í Hval- firði, var „Þyrill“ önnum kafinn við olíuflutninga milli þafna hér á landi og frá birgðastöðinni í Hvalfirði til Keflavíkur og flugvallarins þar. Þegar Bandaríkin fluttu lið sitt burt, var ,,Þyrill“ eftir í Hvalfirði og talinn fylgja setuliðseignum, sem ríkisstjómin keypti og seldi einstökum mönnum. Sölunefndin vissi varla, hvað gera skyldi við þetta skip, sem lá í vanhirðu með mikið skemmda vél í Hvalfirði. Enginn Islendingur vildi gera boð í skipið, en sölunefndn hafði von um kaupanda í Noregi, ef íslenzka ríkið léti gera það hæft til starfs og siglinga. Ríkisstjórnin bað þá Pálma Lofts- son að athuga skipið. Hann gerði það og komst að þeirri niðurstöðu, að með nokkurri viðgerð mætti gera ,,Þyril“ mjög nothæfan hér við land. Sýndi forstjór- inn stjórninni fram á, að mestur búhnykkur væri fyr- ir landið að gera við skipið og nota það til olíuflutn- inga með ströndum landsins. Nú vom sendir kunnáttu- menn til að skoða ,,Þyril“, en þeir höfðu allt aðra sögu að segja stjórninni en Pálmi Loftsson. Ráðlögðu þeir að losna við „Þyril“ til útlanda, ef þess væri nokkur kostur. Forstjóri Skipaútgerðarinnar véfengdi þennan úrskurð, og að hans ráðum vom enn sendir nýir skipa- fræðingar til að dæma um „Þyril“. Þeir fylgdu ná- kvæmlega í slóð fyrirrennara sinna, töldu skipið óhæft til afnota fyrir Islendinga. Þegar hér var komið, bjarg- aði Emil Jónsson málinu. Studdi hann Pálma Loftsson til að gera við „Þyril“ til að hagnýta skipið í þágu almennings. Voru nú fengnir í vél skipsins frá Ame- ríku þeir hlutir, sem með þurfti. Kostaði endurnýjun skipsins 300 þúsund krónur. Ekki stóð á viðfangsefn-

x

Ófeigur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.