Ófeigur - 15.12.1950, Blaðsíða 57

Ófeigur - 15.12.1950, Blaðsíða 57
ÖFEIGUR 57 kenningu, og þar til Eysteinn Jónsson samdi um smíði á stóru gæzluskipi í Danmörku. Það er næstum óskilj- anlegt, hvernig forgöngumönnum þessara skipakaupa tókst að loka augunum fyrir staðreyndum. Þeir áttu að vita, að fólkið á sjávarbakkanum, sem lifði af lög- mætum fiskiveiðum, heimtaði hvarvetna báta til gæzl- unnar, en ekki stórskip. Þeir áttu að vita, að það voru vopnaðir bátar, sem tóku flest brotleg veiðiskip, en ekki ,,Ægir“, þó að hann væri nauðsynlegur til stór- átaka við björgun. Að síðustu hefðu þessir þingmenn allir átt að vita, að ríkissjóður mundi ekki í aðsteðj- andi hallæri fær um að gera út fleiri stórskip til gæzlu en Magnús Guðmundsson hafði tök á í sinni ráðherra- tíð. Ríkisstjórnin fól nú Pálma Loftssyni að gera frum- drætti að nýju gæzluskipi og bjóða skipið út erlendis. Varð stöðin í Álaborg, sem smíðað hafði ,,Esju“ og „Heklu“, hlutskörpust. Hið nýja skip hefur tvær skrúf- ur og getur gengið 17 mílur. Það hefur mjög öflug- an útbúnað til að draga skip og húsrúm til að geta haft hagnýta sjómennskukennslu fyrir stýrimannaefni, ef einhvern tíma síðar þætti tiltækilegt að framkvæma þann þátt úr þingsályktun okkar Sveins Ólafssonar í Firði frá 1923. Mjög á ríkið oft erfitt með greiðslur fyrir þetta skip til Danmerkur, og vildu sumir af eig- endum skipasmíðastöðvarinnar selja öðrum skipið hálf- gert, ef ekki rættist úr með fjárskil íslenzka ríkisins. Var Pálmi Loftsson þá enn sendur til Danmerkur, i sumar sem leið, til að greiða frá úr málinu. Tókst hon- um það með aðstoð Landsbankans og danskra banka, og mátti kalla, að þar væri vel að verið í því fjár- hagslega hallæri, sem nú þrengir að ríkisstjórn og Al- þingi. Eftir samningnum verður hið nýja skip mun ódýrara fullgert en hver hinna nýju togara, sem stjórn Stefáns Jóhanns lét smíða í Englandi. Eru þeir þó miklu einfaldari og minna til vandað um alla gerð. Hins vegar mun ríkisstjórnin verða í miklum vanda, er hún þarf að kosta tvö stór skip til gæzlu og auk þess að mæta síauknum kröfum sjómanna og minni útgerðar- manna hvarvetna á landinu. Þeir krefjast staðbund- inna varðbáta af líkri gerð og „Óðinn“ eða „María Júlía“. Hver slíkur bátur kostar ríkið árlega 8—900 þúsund krónur, en stórskip á þriðju milljón króna. Kemur sennilega að því, að ríkisstjórnin verður að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.