Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2019, Side 9
3. maí 2019 FRÉTTIR 9
GRÆNA TUNNAN
AUÐVELDAR FLOKKUNINA
Pappír, pappa, plast og minni málmhluti
má setja beint í tunnuna - Muna að skola
Pantaðu grænu tunnuna í síma 577-5757 eða www.igf.is/panta
577 5757
„ÞETTA ER LÖGLEYSA OG Á EKKI AÐ LÍÐAST“
n Kvartað undan duldum auglýsingum áhrifavalda daglega til Neytendastofu n Áhrifavaldar líta á eftirlitið sem persónulega árás n Mikill peningur í samfélagsmiðlum
Í pistli á vef Forbes fer blaðamað
urinn Mike Schmidt yfir umfang
markaðssvæðis áhrifavalda og seg
ir að erfitt sé að átta sig á hve stór
iðnaðurinn sé í raun og veru. Það sé
að hluta til út af annarri blekkingu,
en færst hefur í aukana að minni
áhrifavaldar, svokallaðir „micro in
fluencers“, setji á svið kostað efni
með kassamerkjum á borð við #ad
og #sponsored til að láta líta út fyrir
að þeir fái greitt fyrir auglýsingar. Er
þetta gert til að áhrifavaldarnir laði
að sér auglýsingasamninga.
Mike Schmidt vitnar í ýmsar
skýrslur til að meta hve stór þessi
markaður er. AdWeek spáir að
þessi markaður velti tíu milljörðum
dollara á næsta ári. Skýrsla Statista
segir hins vegar að markaðurinn
verði 2,38 milljarða dollara virði í
ár, sem er talsverð aukning frá árinu
2017 þegar að hann velti rétt rúm
lega milljarði dollara.
Í nýlegri rannsókn Bazaarvoice
voru fjögur þúsund neytendur í
Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi
spurðir um viðhorf til áhrifavalda.
Sögðust 49% vilja strangari reglur
á samfélagsmiðlum um kostað efni
og 47% voru þreytt á einsleitum, ko
stuðum færslum frá áhrifavöldum.
Um 62% fannst áhrifavaldar nýta
sér trúgjarna fylgjendur, 55% fannst
færslur áhrifavalda of efnislegar og
54% töldu áhrifavalda gefa ranga
mynd af raunverulegu lífi.
Breki Karlsson, formaður
Neytendasamtakanna, telur
ábyrgðarleysi að dylja auglýs
ingar.
„Lögin eru skýr hvað þetta
varðar. Mér finnst lágmarks
krafa til allra, bæði einstaklinga
og fyrir tækja, að fara að lögum.
Það er skýrt í lögum að keyptar
auglýsingar eða kostaðar ber
að merkja sem slíkar á samfé
lagsmiðlum. Mér finnst það á
ábyrgð allra, ekki síst fyrirtækja,
að taka ekki þátt í svona lögleysu.
Línurnar eru skýrar. Það eru
engin grá svæði. Mér finnst að
öll ábyrg fyrirtæki eigi að þekkja
það. Mér finnst óþarfi að vera að
reyna að laumast eitthvað. Þetta
er lögleysa og á ekki að líðast,“
segir Breki.
Lögfræðingurinn Þórdís Vals
dóttir skrifaði lokaritgerð í sínu
meistaranámi um duldar aug
lýsingar á samfélagsmiðlum. Þá
komst Þórdís einnig í kastljósið í
fyrra í kjölfar þess að hún sendi
ábendingu á Neytendastofu um
brot fyrrnefndra áhrifavalda,
Fanneyjar og Svönu. Í kjölfar
ið lenti Þórdís í netárásum frá
áhrifavöldum.
„Mér brá auðvitað
talsvert þegar ég sá
að allt í einu var
ég orðin eitt
hvert skot
mark áhrifa
valdanna, í
raun fannst
mér óþarfi
að „skjóta
sendiboð
ann“. Ég skil
ekki almenni
lega hvers
vegna þetta
er svona mikið feimnismál, það
að dylja auglýsingar á samfélags
miðlum er brot á lögum og mér
þykir furðulegt að þeir sem hafa
verið gripnir við slíkt lögbrot
beini reiði sinni að mér persónu
lega í stað þess að viðurkenna að
mistök hafi átt sér stað. Ég held
nefnilega að margir áhrifavaldar
og auglýsendur á samfélagsmiðl
um séu ekki að brjóta reglurnar
vísvitandi, en þó held ég
að núna ætti þetta að
vera orðið nokkuð
skýrt svo það er
erfiðara að skýla
sér á bak við fá
fræði.“
Ómögulegt er að segja
hve mikið áhrifavald
ar fá greitt fyrir að
auglýsa þjónustu
og vöru. Markaðs
fræðingur sem vill
ekki láta nafns síns
getið segir það hins
vegar ljóst að vinsæl
ir áhrifavaldar með yfir
tuttugu þúsund fylgjendur
auglýsi ekkert frítt. Því þurfi að
taka færslur með fyrirvara þar
sem ákveðnar vörur eða þjón
usta er sýnd með tengingu í
fyrirtæki sem býður upp á téða
vöru og þjónustu. Þó færslan
sé ekki merkt sem auglýsing
sé hægt að leiða að því líkur
að um kostað efni sé að ræða.
Þessi sami markaðsfræðing
ur, sem keypt hefur þjónustu
áhrifavalda, heldur því fram að
fyrirtæki leiti í auknum mæli
eftir því að gera langtíma
samninga við áhrifavalda sem
felst í mánaðarlegri greiðslu
fyrir ákveðið margar færslur í
mánuði. Geti þessir samningar
gefið á bilinu 100 til 200 þús
und krónur í laun á mánuði
og stundum jafnvel meira, allt
eftir áhrifavaldinum. Stærstu
áhrifavaldar á Íslandi eru
margir hverjir, að sögn heim
ildarmanns DV, með nokkra
langtímasamninga í gangi.
Það rímar við það sem
áhrifavaldurinn Lína Birgitta
sagði í hlaðvarpsþætti Föstu
dagsþáttarins Fókus fyrir
stuttu. Hún sagð
ist helst vilja vera
með fjóra til
fimm langtíma
samninga við
ákveðin fyrir
tæki. Þá sagði
hún hægt að
þéna vel í starfi
áhrifavaldsins. „Já,
það eru peningar í sam
félagsmiðlum. Það er hægt að
fá góðan pening úr samfélags
miðlum.“
Umboðsskrifstofan Crea
tive Artists Iceland, CAI, er
ein sú stærsta hér á landi, ef
ekki sú stærsta þegar kem
ur að áhrifavöldum. Áhrifa
valdar, eins og Sólrún Diego,
Camilla Rut, Guðrún Veiga
og fyrrnefnd Lína Birgitta, eru
allir á samningi hjá CAI. Árni
Björn Helgason, eigandi CAI,
getur ekki svarað því hve mikið
áhrifavaldar fá fyrir að auglýsa
vörur og þjónustu á samfé
lagsmiðlum. „Það fer allt eftir
manneskju, fyrirtæki, vöru,
tímalengd, fjölda fylgjenda,“
segir Árni Björn en ítrekar að
duldar auglýsingar séu ekki
til sölu hjá áhrifavöldum hjá
CAI. Hann segir það raunina
að áhrifavaldar leitist við að ná
langtímasamningum við fyrir
tæki í stað færri og minni ver
kefna, en gefur ekki upp hve
mikið áhrifavaldar taka fyrir
kostaðar færslur á samfélags
miðlum.
„ÞAÐ ERU ENGIN GRÁ SVÆÐI“
ERFITT AÐ SKÝLA
SÉR Á BAK VIÐ FÁFRÆÐI
„ÞAÐ ER HÆGT AÐ FÁ GÓÐAN
PENING ÚR SAMFÉLAGSMIÐLUM“
NEYTENDUR
ÞREYTTIR Á
ÁHRIFAVÖLDUM
Breki Karlsson.
Þórdís
Valsdóttir.