Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2019, Side 11
3. maí 2019 FRÉTTIR 11
námsaðferða.“
Björn segir að grunnmenntun
kennara hafi ekki tekið mið af
snjalltækjavæðingunni og það sé
vafasamt að byrja tilraunirnar á
grunnskólastiginu. Betra væri að
feta sig áfram á framhaldsskóla
stiginu, þar sem unglingar á þeim
aldri hafi meiri þroska og sjálfsaga.
Gerir þú nægilegan greinar-
mun á virkum og óvirkum skjá-
tíma?
Skjátíminn hérlendis var
orðinn mikill hjá börnum og ung
lingum, jafnvel áður en snjall
tækjabyltingin reið í garð. Yngstu
börnin ráða ekki við þetta frelsi því
það er stöðug freisting í gangi um
að gera eitthvað annað en fást við
námsefnið. En ég tek algjörlega
undir það að það er mikill mun
ur á námsefni og tölvuleikjum og
þvíumlíku. Alþjóðaheilbrigðis
málastofnunin hefur komið fram
með nýja greiningu sem er leikja
röskun (gaming disorder).“
Lítur til Austurlanda fjær
Þú dregur fram mjög svarta mynd,
getur hún staðist?
„Ég hef reynt að fylgja leiðbein
ingum bandarísku barnalækna
samtakanna sem hafa verið vak
in og sofin yfir þessari byltingu og
veitt foreldrum markvissa ráðgjöf.
Þetta er ný og öflug tækni og við
verðum að nýta hana eins skyn
samlega og við getum. Varðandi
til dæmis ofþyngdina er hægt að
sjá beintengingu við skjátíma í
rannsóknum. En hvað varðar auk
ingu á greiningu krabbameina, þá
tek ég það skýrt fram á fyrirlestr
um að við vitum ekki hvernig á
því stendur. Það gæti tengst öðr
um þáttum í umhverfinu. Í fyrir
lestri mínum bendi ég einfaldlega
á þá lýðheilsuþætti hjá börnum og
unglingum sem eru að breytast á
sama tíma og stafræna byltingin
reið í garð. Ef það eru til stað
ar skaðleg áhrif af snjalltækjum
þurfum við að vernda börnin fyrir
þeim. Það er siðferðileg skylda
okkar fullorðna fólksins.“
Hvað varðar Victoriu L.
Dunckley, þá viðurkennir Björn að
hún sé umdeild en hafi reynslu og
hafi skrifað bók um málefnið, Res
et your child’s brain árið 2015.
„Ég legg ríka áherslu á það í
mínum fyrirlestrum að þetta séu
ekki ritrýnd skrif heldur henn
ar kenningar og hugarsmíð studd
fjölmörgum klínískum dæm
um úr sjúklingasamlagi Victor
íu. Ég flyt erindi hennar því með
þeim fyrirvara, en eftir hvern fyrir
lestur koma til mín áhyggjufull
ir foreldrar sem segjast kannast
við einhver af þessum einkenn
um sem Victoria L. Dunckley lýs
ir hjá börnum þar sem skjátími
er orðinn lengri en barnið þol
ir. Rannsóknum fleygir fram og
ég hef litið mikið til Austurlanda
fjær í minni heimildaöflun, því
þar reið stafræna byltingin fyrst í
garð. Stjórnvöld í þessum löndum
líta á hina stafrænu byltingu sem
lýðheilsuvanda. Ég er alls ekki að
boða einhvern endanlegan sann
leik heldur hvet til samfélagslegrar
umræðu um þessa miklu byltingu.
Við þurfum að gæta að því að
byltingin borði ekki börnin okkar.“
Tækin eru nútíminn sem börn-
in lifa í. Er ekki verið að vekja upp
hræðslu hjá fólki við nútímanum?
„Þetta eru miklar samfélags
breytingar sem tækin koma með
og það væri mikil bjartsýni að
halda því fram að þær væru al
góðar. Allt sem ég bið um er að við
umgöngumst þetta af skynsemi og
yfirvegun. Hámörkum not okkar
fyrir þessa nýju og öflugu tækni og
lágmörkum fylgikvillana. Það hlýt
ur að verða sameiginlegt markmið
okkar allra.“
Rætt í stjórnmálum og skólum
Snjallsímabönn hafa verið mikið
til umræðu í samfélaginu á
undanförnum árum, bæði er
lendis og hér á Íslandi. Sveinbjörg
Birna Sveinbjörnsdóttir, þáver
andi óháður borgarfulltrúi, lagði
fram tillögu um snjallsímabann
í Reykjavík vorið 2018. Hlaut til
lagan ekki brautargengi. Hún
barðist einnig fyrir snjallsíma
banni í kosningabaráttunni til
sveitarstjórnar í fyrravor. Þá var
hún oddviti flokksins Borgin okk
ar en hlaut einungis 0,4 prósenta
stuðning kjósenda.
Aðrir stjórnmálamenn hafa
látið sig málið varða. Til dæmis
Björn Leví Gunnarsson, þingmað
ur Pírata. Hann hefur skrifað um
að snjallsímar í skólum séu ekki
vandamál í sjálfu sér. En nauðsyn
legt væri að fræða börnin um
hvernig ætti að nota tæknina.
Snjallsímabönn hafa vitaskuld
verið mikið rædd innan skól
anna. Síðastliðið haust lagði
Fræðslunefnd Fjarðabyggðar til að
nemendum yrði bannað að koma
með snjalltæki í skólana. En tæk
in væru svo mikilvæg í kennslu að
bannið væri ekki hægt að setja á
fyrr en skólinn sjálfur hefði eignast
nógu mikið af tækjum.
Í september síðastliðnum ræddi
RÚV við Helgu Kristínu Gunnars
dóttur, aðstoðarskólastjóra Val
húsaskóla á Seltjarnarnesi. Sagði
hún þá óraunhæft í framkvæmd
að banna farsíma í skólum. Aðeins
foreldrar gætu sett strangari reglur
um farsíma. n
Smiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202
Ryðga ekki
Brotna ekki
HAGBLIKK
Álþakrennur & niðurföll
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt
Kennarar hugsi vegna fyrirlestrar Björns um skjátækjanotkun
n Gera verður greinarmun á virkum og óvirkum skjátíma n Vill meta árangurinn af tilraunaverkefni Kópavogs
„Ég held að það sé
enginn kennari á
Íslandi, sem er að nota
þessi tæki, sem tengir
við neitt af því sem hann
er að segja.
Glærusýning Dregur
upp mjög dökka mynd
af skjánotkun barna
og unglinga.
Björn Hjálmarsson Hefur varað
við mikill skjátækjanotkun barna.