Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2019, Qupperneq 20
20 UMRÆÐA
Sandkorn
3. maí 2019
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru
hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
Aðalnúmer: 512 7000
Auglýsingar: 512 7050
Ritstjórn: 512 7010
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson
Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Ritstjóri: Einar Þór Sigurðsson
Fréttastjóri: Kristinn Haukur Guðnason Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur
Suðurlandsbraut 14
2. hæð
108 Reykjavík
FRÉTTASKOT
512 7070
ABENDING@DV.IS
Svik og prettir
DV
hefur verið að fjalla
um nýja stétt fólks,
hina svokölluðu
áhrifavalda sem
nota samfélagsmiðla til að auglýsa
sína persónu, og í leiðinni vörur,
bæði frá fyrirtækjum sem borga
þeim fyrir það og í auknum mæli
vörur sem þeir selja sjálfir.
Þann 10. apríl greindi DV frá
því að Sólrún Diego, einn vin-
sælasti áhrifavaldurinn, notaði
Instagram-síðu sína til að auglýsa
netverslunina akart.is. Sagðist hún
hafa fengið mikið af fyrirspurnum
frá fylgjendum sínum vegna út-
prentaðrar myndar af þvottabirni
úr barnaherberginu sínu. Síðan
var nafnlaus og þegar DV grennsl-
aðist fyrir um þetta kom í ljós að
hún var í eigu unnusta Sólrúnar
og hún sjálf prókúruhafi í félaginu.
Þar að auki sagðist eigandi þvotta-
bjarnarmyndarinnar ekki hafa gef-
ið leyfi.
Þann 26. apríl greindi DV frá
sambærilegu máli og öðrum
þekktum áhrifavaldi, Tönju Ýri
Ástþórsdóttur. Tanja auglýsti á
sinni Instagram-síðu varning frá
netversluninni bossbabe.is, sem
einnig var nafnlaus. Sagðist hún
hafa fengið þaðan vörur í „gjöf.“
Kom á daginn að hún sjálf er eig-
andi og sömu vörur er hægt að fá
fyrir langtum lægra verð hjá Ali-
express og fleirum.
Netverslunin akart.is var tekin
niður eftir frétt DV. Tanja Ýr bætti
upplýsingum um eignarhald sitt á
bossbabe.is inn á sína Instagram-
-síðu eftir frétt DV. Það er allt
saman gott og vel. Það er gott að
fólk lagi breytni sína en vitaskuld
hefði þetta aldrei verið gert ef mál-
in hefðu ekki verið dregin fram
í dagsljósið. Það sem er einnig
sorglegt í þessu máli er að hvorki
Sólrún né Tanja hafa beðið fylgj-
endur sína afsökunar, fylgjend-
urna sem blekkingarnar beindust
að, fylgjendurna sem verið var
að reyna að græða á. Þvert á móti
hafa þær beitt gamalkunnu bragði,
að gagnrýna fjölmiðilinn sem kom
upp um þær.
Þetta vandamál er ekki bundið
við þessar tvær dömur. DV greinir
nú frá fleiri málum, fleiri duldum
auglýsingum og hvernig fylgjend-
ur eru sífellt blekktir. Alltaf er reynt
að fela tilganginn fyrir neytandan-
um. Áhrifavaldar beita öllum til-
tækum ráðum til að komast hjá að
fylgja lögunum, sem vissulega eru
til staðar. Þeir nota skammstafan-
ir sem enginn þekkir, hafa merk-
inguna með hvítu letri á hvítum
fleti til að hún sjáist ekki, og svo
framvegis. Þetta er allt saman plat
og gabb, svik og prettir, blekking út
í gegn.
Maður kemst ekki hjá því að
hugsa og spyrja: Af hverju að
standa í þessum feluleik? Af hverju
ekki að merkja allt vel og vandlega,
greina stoltur frá sínu fyrirtæki og
segja: „Hér er ég, ég er að selja
þessa vöru sem ég held að muni
gagnast þér, hér getur þú keypt
hana af mér.“ Myndi það letja fólk
til að kaupa vöruna? Nei, ég held
ekki. En heiðarleiki vandfundinn
á meðal þessa samfélagshóps sem
kallar sig þessu flotta nafni, áhrifa-
valdar. n
Leiðari
Kristinn Haukur Guðnason
kristinn@dv.is
Aumingjavæðing
tungumálsins
Íslensk tunga er sífellt í þróun
líkt og önnur tungumál. Yfir-
leitt gerist þetta ómeðvitað og
sjálfkrafa. Orð komast í tísku
og önnur detta úr tísku, rétt
eins og fatnaður eða tónlistar-
stefnur.
Á undanförnum árum hefur
það hins vegar færst í aukana
að tungumálinu sé breytt með
handafli hins opinbera. Oft á
þetta rætur í háskólasamfé-
laginu og hið opinbera tekur
meðvirkt við breytingunum.
Eitt nýjasta orðið er
skólaforðun. Hugtak sem um
langan tíma hefur einfald-
lega verið kallað skróp. Skróp
þykir nú slæmt orð, og því
ber að tipla á tánum í kring-
um hegðunina með því að
nefna hana þessu nýja heiti,
skólaforðun, sem væntanlega
verður orðið skammarheiti eftir
tíu til fimmtán ár. Þá geta sér-
fræðingarnir skapað sér verk-
efni með því að finna nýtt orð.
Viðkvæmni á Vísi
Mikil við-
kvæmni
virðist ríkja
hjá visir.is
þegar kem-
ur að málum
hælisleit-
enda þessa
dagana. Þann 27. apríl birt-
ist þar frétt um uppákomu á
fundi Sjálfstæðisflokksins um
þriðja orkupakkann þar sem
hælisleitandi stóð upp og vildi
ræða um stöðu síns hóps. Þann
2. maí birtist síðan frétt um
kröfugöngu sem hælisleitend-
ur hugðust fara í frá Keflavík til
Reykjavíkur.
Í báðum tilfellum lokaði vis-
ir.is fyrir athugasemdir fljót-
lega eftir að fréttirnar birtu-
st. Vekur þetta nokkra athygli
í ljósi þess að slíkt er yfirleitt
ekki gert nema um dauðsföll,
alvarleg slys, ofbeldi eða ann-
að slíkt sé um að ræða. Fremur
er það reglan að taka út eins-
taka athugasemdir við aðrar
fréttir ef þær eru augljóslega
ærumeiðandi. Lítur visir.is svo
á að málefni hælisleitenda þoli
ekki almenna umræðu?
Spurning vikunnar Ertu með fóbíu fyrir einhverju?
„Já, fólki sem heldur ekki fyrir munninn
þegar það hóstar.“
Elberg Þorvaldsson
„Já, aðallega fyrir trúðum.“
Álfhildur Reynisdóttir
„Já, fyrir geitungum.“
Linda Mjöll Gunnarsdóttir
„Nei, engu.“
Óttar Eyþórsson
„Áhrifavaldar beita öllum til-
tækum ráðum til að komast
á skjön við að fylgja lögunum, sem
vissulega eru til staðar.
Myndin
Skógarþröstur í baði Fyssa, verk listakon-
unnar Rúríar í Grasagarðinum, er öllum til yndisauka.
MYND: HANNA/DV