Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2019, Side 35

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2019, Side 35
Sumarið 3. apríl 2019 KYNNINGARBLAÐ Gæðastund við þjóðveginn DALAKOFINN Á LAUGUM Dalakofinn er veitingastaður og verslun við Þjóðveg 1 í þétt-býliskjarnanum á Laugum í Þingeyjarsveit. Í Dalakofanum er opið allan ársins hring, nokkuð sem ferða- langar, íslenskir sem erlendir, kunna mjög vel að meta. Í Dalakofanum er lögð áhersla á góðan mat á sann- gjörnu verði og góða þjónustu. Að sögn Haraldar Bóassonar veitingamanns er Dalakofinn vinsæll allt árið um kring en þreföldun verður á gestafjölda á sumrin: „Erlendir ferðamenn eru í miklum meirihluta yfir sumartímann, 70–80 prósent, en á veturna rétt innan við helmingur. Fólk kann vel að meta að við höfum opið hér til 20 á kvöldin á veturna og til 22 á sumrin,“ segir Haraldur en Dalakofinn er óneitanlega góður áningarstaður á ferð um landið. „Þetta er góður staður til að stoppa og njóta veitinga. Það er þægileg aðkoma hér og við erum á milli Mývatnssveitar og Akureyrar. Sundlaugin á Laugum og íþrótta- völlurinn eru mjög flott og þar eru falleg svæði sem gaman er að ganga um og njóta náttúrunnar.“ Dalakofinn rekur tjaldstæði við Laugavöll á sumrin. Heimagerðir hamborgarar beint frá býli Framúrskarandi hamborgarar eru eitt af sérkennum Dalakofans, gerðir úr úrvalskjöti. Hamborgararnir koma beint frá býli, frá Vallakoti í Reykjadal. Heimagerðar pítsur skipa veglegan sess á matseðli Dalakofans. „Pítsurn- ar eru heimagerðar, um helmingur af matarsölunni. Við gerum þetta allt frá grunni og fáum mikið hól fyrir það en við gerum okkar pítsusósu sjálf. Á meðal annarra góðra rétta sem í boði eru allt árið eru hamborgarar beint frá býli, íslensk kjötsúpa og gratíner- aður plokkfiskur. Bæði útlendingar og Íslendingar eru afskaplega hrifnir af því að komast í kjötsúpuna enda er hún kraftmikið veganesti. Hráefnið í fiskrétti og kjötrétti er að mestu leyti úr héraði,“ segir Haraldur. Ágæt verslun með miklu vöruúrvali er hluti af Dalakofanum sem margir nýta sér: „Fólk kann vel að meta verslunina hjá okkur og ferðalangar eru þakklátir fyrir að geta leitað þangað því oft gleymist að kaupa eitthvað áður en haldið er í ferðalag.“ Dalakofinn er klárlega staður til að eiga notalega stund á í ferðalögum um landið. Nánari upplýsingar eru á vefsíðunni dalakofinn.is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.