Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2019, Blaðsíða 38
38 FÓKUS - VIÐTAL 3. maí 2019
E
mbætti héraðssaksóknara
rannsakar um þessar mund
ir mál 25 ára konu sem lést
fyrr í mánuðinum eftir af
skipti lögreglu. Foreldrar stúlk
unnar hafa gagnrýnt vinnubrögð
lögreglumanna vegna atviksins
og telja að röngum aðferðum hafi
verið beitt.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
einstaklingur deyr hér á landi eftir
afskipti lögreglu. Í september 2004
lést 33 ára karlmaður, Bjarki Haf
þór Vilhjálmsson, eftir að hafa lent
í átökum við lögregluna í Keflavík.
Bjarki Hafþór fékk hjartaáfall í
átökunum við lögreglumennina
og lést á staðnum en atburðurinn
átti sér stað við heimili hans að Ís
hússtíg.
Í kjölfarið fól Ríkissaksóknari
lögreglunni í Reykjavík að rann
saka málsatvik en niðurstaðan
var sú að andlát Bjarka hefði ekki
orðið vegna vinnubragða lögreglu.
Krufning átti eftir að leiða í ljós að
dánarorsök Bjarka var hjartastopp.
Anna Hafbergsdóttir, móðir
Bjarka, gagnrýndi lögregluna hins
vegar harðlega og sagði í samtali
við DV skömmu eftir atburðinn að
lögreglan hefði drepið son henn
ar. Tveimur árum síðar ræddi hún
aftur við DV og var ennþá á sömu
skoðun.
„Það versta er að þetta mál var
aldrei til lykta leitt. Það var aldrei
rannsakað heldur var kærunni
vísað frá. Ég las skýrslurnar í mál
inu og það liggur í augum uppi
að Bjarki fékk hjartaáfall og lést
vegna meðferðarinnar. Hann var
hraustur drengur sem hafði verið í
íþróttum og það er alveg á hreinu
að ungir menn fá ekki hjartaáfall
upp úr þurru.“
Annað mál kom upp í lok árs
2007 en þá lést Jón Helgason, 31
árs gamall, tveggja barna fað
ir úr Vogunum, á gjörgæsludeild
Landspítalans. Jóni hafði verið
haldið sofandi í öndunarvél í tæpa
viku eftir að hann lenti í átökum
við sveit lögreglumanna á hóteli í
Reykjavík.
Opinber dánarorsök Jóns var
svokallað æsingsóráðsheilkenni,
en um er að ræða sjúkdómsástand
sem kemur fram þegar einstak
lingur er að veita mikið viðnám
eða mótspyrnu. Mikil óvissa ríkti
hins vegar um andlát hans og
spruttu upp getgátur um að Jón
hefði látist vegna súrefnisskorts
sem stafaði af harkalegu kverka
taki lögreglumannanna sem tók
ust á við hann. Fjölskylda Jóns
steig nokkrum mánuðum seinna
fram í sjónvarpsþættinum Komp
ási þar sem leitað var nánari svara.
Vitni sem DV ræddi við á sín
um tíma töldu ljóst að lögreglu
mennirnir hefðu beitt svokölluðu
svæfingartaki sem hefði riðið Jóni
að fullu. Þess vegna hefði Jón leg
ið látinn í lögreglubíl í tíu mínútur
án þess að lögreglumennirnir yrðu
þess varir. Í samtali við DV sagði
Geir Jón Þórisson aðstoðaryfir
lögregluþjónn að slíku taki hefði
ekki verið beitt. „Það tíðkaðist hér
áður fyrr að lögreglumenn notuðu
kverkatak, en það er löngu liðin
tíð. Það er bannað að nota slík tök
í dag.“
Réðust inn á hjón í
brúðkaupsferð
DV heldur áfram að rifja upp mál
sem upp hafa komið hér á landi
undanfarna áratugi þar sem lög
regluembættið er sakað um harð
ræði og ofbeldi.
Í júlí 2013 réðst víkingasveitin
inn í sumarbústað í Vaðnesi,
skammt frá Selfossi, þar sem nýg
iftu hjónin Ívar Aron Hill Ævarsson
og Silja Sigurðardóttir voru stödd í
brúðkaupsferð ásamt svaramanni
Ívars, Hersi Má Jónssyni.
Hjónin lögðu í kjölfarið fram
kæru á hendur lögreglunni og
kröfðust bóta fyrir ólögmæta og
grófa aðför að friðhelgi einkalífs
þeirra. Sögðu þau víkingasveitina
hafi ráðist á þau, án viðvörunar,
snúið þau niður og frelsissvipt í
dágóðan tíma á meðan lögreglan
leitaði í bústaðnum án heim ildar
en aðfarirnar náðust á myndband.
Ástæðan fyrir innrás víkinga
sveitarinnar var leit lögreglunnar
að síbrotamanninum Stefáni Loga
Sívars syni sem talinn var dvelja í
bústað hjónanna. Í samtali við DV
á sínum tíma sögðust hjónin lítil
sem engin tengsl hafa við Stefán.
Fram kom að Ívar hefði verið góð
kunningi lögreglunnar fimmtán
ára aldri og hlotið fjölmarga refsi
dóma fyrir margs konar lögbrot,
en væri hins vegar búinn að vera
edrú í marga mánuði og kominn á
beinu brautina.
Ívar sagðist hafa verið úti á palli
þegar hann sá þyrlu Landhelgis
gæslunnar sveima yfir bústaðn
um. Kallaði hann á konu sína og
svaramanninn sem komu út á
pall. Í samtali við DV sagði Ívar
víkingasveitarmennina hafa kom
ið þeim algerlega að óvörum, á
meðan þau voru að skoða þyrl
una, og hafa ráðist að þeim án að
vörunar.
„Allt í einu heyrast bara öskur
og þeir stökkva út úr trjánum með
kylfurnar á lofti, og með byss
ur á sér. Svo rjúka þeir að okkur
og ég er keyrð ur niður. Lögreglu
mennirnir fóru svo inn í húsið,
að sögn án þess að sýna þeim leit
arheimild og án þess að greina frá
ástæðum hinnar ofsafengnu inn
komu. „Þeir járna mig strax og
þrýsta henni niður í gólfið.“
Þegar hjónin sáu víkinga
sveitina hörfuðu þau inn í hús
ið, þar sem þau voru snúin niður.
„Hann var tæklaður í stofunni og
ég í eldhúsinu,“ sagði Silja.
Fram kom að þegar Silja lá á
eldhús gólfinu með víkingasveit
armann á bakinu, hefði hún snúið
andliti sínu í átt að honum og
spurt hvað væri í gangi. Þá hafi
hún fengið tröllvaxna hendi í and
litið á sér og því þrýst af miklu afli
niður í gólfið.
„Ég var með handarfar í heilan
sólarhring eftir þetta. Ég hélt að
hann ætlaði að lemja mig, því
kylfan var á lofti.“
Hjónin sögðu lögreglumenn
ina hafa þráspurt þau hvar Stefán
væri niðurkominn en því gátu þau
ekki svarað.
Þau sögðu víkingasveitina síð
an hafa látið sig hverfa um leið og
hún hafði áttað sig á mistökunum.
Hjónin sögðust aldrei hafa feng
ið að sjá húsleitarheimild þó svo
að lögreglumennirnir hefðu leitað
alls staðar í bústaðnum.
„Þeir sögðu bara að þetta væri
„major fuck up“ hjá þeim og sögðu
við okkur að við hefðum allavega
um eitt hvað að tala í kvöld,“ sagði
Ívar.
Handtekinn í flogakasti
Í október 2003 sendu mæðginin
Kristjana Hafdís Hreiðarsdóttir
og Ágúst Hilmar Dearborn bréf
til Ríkissaksóknara þar sem óskað
var rannsóknar á handtöku Ágústs
rúmlega mánuði áður. Ágúst lenti
í bílslysi í Reykjanesbæ eftir að
hafa fengið flogaveikiskast und
ir stýri og furðaði fjölskyldan sig á
því að hann hefði verið handtek
inn með valdi í stað þess að vera
fluttur á sjúkrahús. Sögðu þau
í samtali við Víkurfréttir að lög
reglan hefði beitt miklu harðræði
við handtökuna.
Fram kom að atvikið hefði átt
sér stað með þeim hætti að bifreið
sem Ágúst ók lenti á járngirðingu
við Njarðarbraut í Njarðvík. Í lög
regluskýrslu um málið kom fram
að Ágúst hafi legið í götunni þegar
lögreglan kom á vettvang og hann
hafi verið með meðvitund en
„mjög ringlaður og engu svarað.“
Fram kom að hann hefði verið
leiddur að sjúkrabifreið en neitað
að fara inn í hana og reiðst mjög.
Hann hefði að lokum verið hand
járnaður þar sem ástand hans var
talið óstöðugt og hann fluttur á
lögreglustöðina í Keflavík.
Fram kom að hann hefði verið
„frekar æstur“ og var hann færður
í fangaklefa til að „róa hann niður.“
ALLIR ÚT AÐ HJÓLA
MEÐ TUDOR
Eitt mesta úrval landsins
af rafgeymum í allar
gerðir faratækja
MIKIÐ ÚRVAL, TRAUST
OG FAGLEG ÞJÓNUSTA
Bíldshöfða 12•577 1515•skorri.is
Við mælum
rafgeyma
og skiptum um
Hr
að
þjónusta
HARÐRÆÐI LÖGREGLUNNAR: SEINNI HLUTI
n Mar og beinbrot eftir handtökur n Báðu sér vægðar
Auður Ösp Guðmundsdóttir
audur@dv.is „Þeir járna mig
strax og þrýsta
henni niður í gólfið
Birgir
Jónsson Illa
útleikinn eftir
lögregluna.