Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2019, Page 49
SAKAMÁL 493. maí 2019
600 aspiríntöflur
William fékk frelsið á ný þann 15.
ágúst árið 1935. Þess var skammt
að bíða að hann fyndi sér sambýlis
konu. Sú hét Emma Brookes og lék
allt í lyndi hjá þeim fyrst um sinn.
Árið 1939, 27. febrúar, bank
aði William upp á hjá systur sinni.
Froðan vall út um munninn á
honum og upplýsti hann systur
sína um að hann hefði tekið 600
aspiríntöflur eftir að hafa kyrkt
Emmu.
Aspiríntöflurnar virtust ekki
ætla að hafa tilætluð áhrif og greip
William því til þess ráðs að fleygja
sér í Hullána.
Járnmaðurinn frá Dartmoor
Skjótráðir vegfarendur náðu að
bjarga William og tveimur mánuð
um síðar var hann kominn á kunn
uglegar slóðir; frammi fyrir dóm
ara, í Leeds í þetta skiptið.
Það var enga miskunn að finna
hjá Magnúsi í þetta sinn, enda
þekkti dómarinn vel til forsögu
Williams. Í maí árið 1939 fékk
William lífstíðardóm.
Að sögn var William til fyrir
myndar og ágætlega liðinn af sam
föngum sínum. Hann fékk hin
ýmsu viðurnefni, til dæmis Kon
ungur raðmorðingjaklúbbsins og
Járnmaðurinn frá Dartmoor.
Engin sjáanleg iðrun
Ekki var að sjá að William iðraðist
gjörða sinna og lét hann flúra á sig
myndir af legsteinum með dag
setningum hvers morðs.
Í maí árið 1954 var William
sleppt úr fangelsi og skömmu síð
ar var hann lagður inn á sjúkra
húsið í Hull og lauk þar vegferð
sinni um lífið á jóladagskvöld árið
1956. n
í öllum tilfellum, en ekki er talið loku fyrir það skotið að
líkamshlutar einhverra fórnarlambanna hafi ratað í hendur
ónefnds Zulu-heilara.
Taki var handtekinn í september árið 2007 og var í haldi í
Westville-fangelsinu. Þann 21. febrúar, 2010, reyndi Taki,
ásamt átta öðrum föngum, að flýja úr fangelsinu. Ekki tókst
betur til en svo að hann féll af þaki fangelsisálmunnar. Um
var að ræða fjögurra hæða fall og slasaðist Taki alvarlega.
Hinir fangarnir náðu að flýja.
Þann 19. janúar, 2011, fékk Taki þrettánfaldan lífstíðardóm
og 208 árum betur.
JÁRNMAÐURINN FRÁ DARTMOOR
n William Burkitt gerði það ekki endasleppt n Engin þriggja sambýliskvenna hans kembdi hærurnar n Var kallaður Konungur raðmorðingjaklúbbsins í fangelsi
„Aspiríntöflurnar
virtust ekki ætla
að hafa tilætluð áhrif
og greip William því til
þess ráðs að fleygja sér
í Hull-ána
Dartmoor-fangelsið
Heimili Williams í tíu ár. Gamla sjúkra-
húsið í Hull
Síðasti dvalarstaður
Williams Burkitt.