Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2019, Side 56
3. maí 2019
18. tölublað 109. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000
Míga, skíta,
skeina?
Sigurður Magnús er aðdáandi Game of Thrones
S
igurður Magnús Sigurðsson
er einn af fjölmörgum
aðdáendum sjónvarpsþátt-
anna Game of Thrones,
en áttunda og síðasta þáttaröð er
nú í sýningu. „Ég er mikill GOT-
aðdáandi og er að endurlesa
bækurnar núna. Var að klára
að lesa aftur þriðju bókina og
á þar með eftir tvær bækur af
fimm,“ segir Sigurður, sem er
34 ára, búsettur í Philadelphiu í
Bandaríkjunum, þar sem hann
starfar við umsýslu fasteigna.
„Ég rek fasteignir fyrir önnur
fyrirtæki og er nýbúinn að fá
nýja stöðu, þar sem ég vinn á
Manhattan í New York.“
Í tilefni af síðustu þáttaröð
Game of Thrones ákvað Sigurður
að bregða á leik og útbjó dánar-
borð með persónum síðustu
þáttaraðarinnar. Sigurður klippti
út mynd af hverri persónu og
þegar viðkomandi deyr kveikir
hann á kerti fyrir viðkomandi.
„Við eigum von á miklum
dauðsföllum. Game Of Thrones á
það til að láta persónur í sögunni
deyja, oft á mjög hryllilegan hátt.“
En er líf eftir GOT? „Hugsanlega.
Ég er að bíða eftir næstu tveim
bókum, en George R.R. Martin
er að klára að skrifa síðustu tvær
bækurnar, en þær eiga að verða sjö
samtals,“ segir Sigurður.
„Þannig að þetta er ekki búið.
Það er líka mikilvægt að benda
á að bækurnar eru mjög ólíkar
þáttunum og það eru mun fleiri
persónur í bókunum. Það er líka
talað um að HBO- sjónvarpsstöðin
ætli að gera „spin-off“-þátta-
röð, sem mun gerast í Game of
Thrones-heiminum, en í annarri
tímalínu.“
Það er því ljóst að Sigurður og
fleiri aðdáendur þáttanna þurfa
ekki að örvænta alveg strax, við hin
sem enn höfum ekki tekið ástfóstri
við GOT eigum margt í vændum.
Ósmekkleg Hildur
H
ildur Lilli-
endahl
Viggós-
dóttir,
verk efnisstjóri hjá
Reykjavíkurborg, birti
nýlega myndir af fyrrverandi
ráðherrum sem gagnrýndu
þriðja orkupakkann og spurði:
Ríða, drepa, giftast?
Vissulega er þetta einsleitur
hópur stjórnmálamanna, aldn-
ir karlmenn og íhaldssamir, og
margir hafa hent grín að því.
Þetta grín Hildar er hins vegar
svo ósmekklegt að verstu striga-
kjaftar hefðu veigrað sér við
því að fleygja slíku fram opin-
berlega. Vel má snúa þessu við
í tilbúnu dæmi. Að ungar kon-
ur hefðu birt saman yfirlýsingu
og eldri maður, í sama starfi og
Hildur, hefði spurt: Ríða, drepa,
giftast?
Yrði honum vært í starfi
eftir það? Hvernig hefði Hildur
brugðist við?
Auð herbergi
í Víðinesi
E
kki eru öll herbergi í
húsnæðinu í Víðinesi
leigð út. Vistmenn segja
að lengst af í vetur hafi
tvö herbergi staðið laus en nú
séu þau fjögur. Borgin vill ekki
taka fleiri þar inn þar sem um
tilraunaverkefni sé að ræða.
Í vetur falaðist Landspítalinn
eftir því að sjúklingur sem þar
lá inni kæmist á Víðines en fékk
synjun hjá borginni. Í svari frá
borginni stóð að borgin myndi
frekar aðstoða núverandi íbúa
að komast í varanlega búsetu.
Mikil óvissa ríkir um framtíð
fólksins í Víðinesi, frestur
hefur verið framlengdur og
fundir haldnir án nokkurrar
niðurstöðu. Vandræða-
gangurinn heldur því áfram.