Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2019, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2019, Blaðsíða 8
8 17. maí 2019FRÉTTIR SKRÁNING OPNAR KL. 13:00 Á LAUGARDAG 31. ÁGÚST 2019 KIA BRONS 48 KM KIA GULL 106 KM KIA SILFUR 65 KM Kiagullhringurinn Kiagullhringurinn #kiagull www.kiagullhringurinn.is KIA Í SAMVINNU VIÐ FONTANA KYNNIR: SKEMMTILEGASTA HJÓLREIÐAKEPPNI ÁRSINS KIA GULL 2019 ÞIÐ VERÐIÐ AÐ TAKA EFTIR OKKUR! n Langveikum heyrnarlausum mismunað n Fastar í fátæktargildru á meðan aðrir njóta lífsins H eyrnarlausar konur, sem auk þess glíma við sykur- sýki, telja sér mismunað af almannatryggingakerfinu. Heyrnarleysið eitt og sér veitir rétt til óskertra örorkubóta, en engin viðbót kemur til þegar heyrnar- lausir glíma auk þess við lífshættu- lega sjúkdóma. Mismununin felst að þeirra mati í því að heilbrigð- ir heyrnarlausir á örorku lifi mun við mun betri kjör en þeir sem eru heyrnarlausir og heilsuveilir. Þetta skapar ójafnræði meðal einstak- linga innan samfélags heyrnar- lausra. Þreyttar á ástandinu Konurnar, sem vilja ekki láta nafna sinna getið, deildu sögu sinni með blaðamanni í von um að ríkis- stjórnin vaknaði og hugaði betur að aðstæðum þeirra öryrkja sem hafa veruleg útgjöld vegna læknis- og lyfjakostnaðar. „Ég er orðin mjög þreytt á ástandinu og öllum þessum greiðslum sem falla til. Og mér líður mjög illa. Peningarnir duga ekki til fyrir öllum þessum auka útgjöldum. Ég er heyrnarlaus, til- heyri þeim hópi, en er auk þess með sjúkdóm. Þeir sem eru heyrnarlausir en eru ekki með neinn sjúkdóm þurfa ekki að bera neinn kostnað af því greiða lyf, fara til læknis og annað. Við fáum öll sömu greiðslurnar frá Trygginga- stofnun,“ segir ein þeirra. Þar með skapast ójöfnuður. Heilbrigðir, heyrnarlausir einstak- lingar hafa því mun meiri ráðstöf- unartekjur en viðmælendur blaða- manns sem bera mikinn kostnað af sjúkdómi sínum. „Þannig að maður hefur mjög lítið á milli handanna til að lifa á, en svo horf- ir maður til annarra innan samfé- lags heyrnarlausra sem geta notið lífsins, leyft sér ýmislegt og standa ekki í þessu streði eins og ég.“ Hring eftir hring í Bónus Annar viðmælenda blaðamanns vildi gjarnan sækja árshátíð hjá Félagi heyrnarlausra sem haldin var á dögunum. En sökum bágs fjárhags var það ekki mögulegt nema viðkomandi hefði sleppt lífsnauðsynlegum lyfjum og læknis heimsóknum, eða fengið lánað fyrir miðanum. „En þá hefði ég þurft að borga það til baka og það væri ekki betri staða fyrir mig að greiða þetta til baka síðar, því ég er enn sem áður með sama læknis- og lyfjakostn- aðinn. Maður er bara að reyna að halda að sér höndunum og ég verð að viðurkenna að þegar ég fer í Bónus geng ég hring eftir hring og leita að ódýrum mat, vegna þess að allar mínar tekjur fara í lyfja- kostnað. Mig langar bara að segja við ríkis stjórnina: „Ríkisstjórn! Þið verðið að vakna. Þið verðið að laga þessa kerfislægu mismunun. Af hverju þurfa þeir sem eru heyrnar- lausir, en að öðru leyti heilbrigðir, sömu greiðslur frá Tryggingastofn- un og við hin sem berum mikinn aukakostnað vegna okkar sjúk- dóms. Þau fá sama afsláttarkort og við, afslátt af tannlæknaþjónustu og öðru, og mér finnst það ekki rétt. Mér finnst það ósanngjarnt og gera það að verkum að við stönd- um mun hallari fæti en þau.“ Vill vera góð amma Á meðan viðmælendur blaða- manns verja nánast öllu ráðstöf- unarfé í meðferð vegna sjúkdóms sjá þeir aðra heyrnarlausa njóta lífsins. Á meðan þær þurfa jafnvel að leita til Mæðrastyrksnefndar til að hafa ofan í sig, geta aðrir innan samfélags heyrnarlausra skellt sér til útlanda, keypt sér ný föt og gert vel við aðstandendur sína. „Ég er heyrnarlaus, en hef líka átt að stríða við þunglyndi og þurft að vera á lyfjum vegna þess og þarf að kaupa mjög dýr lyf auk þess sem ég þarf að sprauta mig út af sykursýkinni. Svo sér maður kannski einhverja fallega flík sem mann langar að kaupa, en getur ekki leyft sér það. Ég á barnabörn og auðvitað langar mig að færa þeim afmælis- og jólagjafir, en það er verulega erfitt fyrir mig út af minni fjárhagsstöðu.“ Til að mynda hefur hún þurft að leita til samtaka um prjónaskap þar sem hún hefur lært að prjóna og fær ókeypis garn. Þannig hef- ur hún náð að prjóna gjafir fyrir barnabörnin. En það ætti ekki að þurfa og auðvitað langar hana að geta fært barnabörnunum gjafir sem þau langar verulega í. „Mig langar svo að gefa barna- börnunum mínum fallegar gjafir, ég elska þau og öfundast út í ann- að fólk sem getur gefið sínum barnabörnum eða börnum fallega hluti og dýra. Ég þarf alltaf að leita að einhverju ódýru og ég er bara með samviskubit og líður mjög illa yfir því hvað ég get veitt þeim lítið. Allt út af því að örorkubæt- urnar eru of lágar. Ég vil vera góð amma og standa mig í stykkinu en það er mjög erfitt eins og staðan er. Svo sér maður þessa heilbrigðu, heyrnarlausu einstaklinga sem geta ferðast og gert allt sem þeim sýnist á meðan mér finnst ég alltaf þurfa að ganga á vegg. Mig langar bara að njóta eins og hinir. Auð- vitað skammast maður sín alveg í ræmur fyrir að vera fátækur, það er ekkert gaman.“ „Ótrúlega sorgleg staða“ „Ríkið bara hunsar öryrkja og lítur niður á okkur og það verður að laga þetta vandamál.“ Til að rétta stöðuna sjá þær stöllur nokkr- ar leiðir færar. Til að mynda væri hægt að láta heyrnarlausa gang- ast undir læknisfræðilegt mat, sem yrði framkvæmt af teymi, þar sem skerðing þeirra væri metin. Einnig væri fært að hafa lyfja- eða lækniskostnað endurgjaldslausan hjá þeim einstaklingum sem glíma í rauninni við tvær aðskildar skerðingar sem sjálfstæðar myndu skapa rétt til örorkubóta. „Auðvitað ætti insúlín og slíkt að vera frítt fyrir okkur svo við séum að fá sömu ráðstöfunar- tekjur og hinir, en á meðan við erum að eyða svona miklu auka- lega í lyf vegna okkar sjúkdóms þá stöndum við ekki jafnfætis hinum. Lífsgæði þessara hópa eru ger- ólík, þannig að okkar tækifæri til að njóta eru í raun og veru engin. Erla Dóra erladora@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.