Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2019, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2019, Blaðsíða 28
Iðnaðarblaðið 17. maí 2019KYNNINGARBLAÐ Háþrýstiþvottur er óhjákvæmilegur undanfari stórra málningarverkefna utanhúss og ákaflega skilvirk aðferð til að gera hús og byggingar klárar undir málningu. Fyrirtækið ÁÁ Verktakar ehf. er leiðandi á sviði háþrýstiþvottar hér á landi og hefur yfir að ráða afar öflugum búnaði til slíkra verka, sem er allur í eigu fyrirtækisins. Til að hreinsa málningu af hús­ um er notast við 500 bara hita­ dælur sem geta hitað vatn upp í 100 gráður. Slíkar dælur eru einnig notaðar í alls konar fitu­ og olíu­ hreinsanir og víðar þar sem við á. „Íbúðarhús eru oft hreinsuð með um 300 til 500 bara þrýstingi og köldu vatni sem dugar til að hreinsa óhreinindi og gróður af húsum. En svo geta verið öndunarvandamál og vatnspokar og þá þarf að hreinsa gömlu málninguna alla af, þ.e. alhreinsun. Þá þarf að nota heitt vatn,“ segir Áslaugur Einarsson, framkvæmdastjóri ÁÁ Verktaka. Fyrirtækið var stofnað árið 1991 og hefur það vaxið og dafnað allar götur síðan. Auk háþrýsti­ þvottar sérhæfir ÁÁ Verktakar ehf. sig í viðhaldi fasteigna, til dæmis múrviðgerðum, málningarvinnu, trésmíðavinnu og annarri viðhalds­ vinnu fasteigna. Sem fyrr segir er búnaður ÁÁ Verktaka til háþrýstiþvotta afar öflugur: „Við erum með 3.000 bara dælur sem eru notaðar til að hreinsa málningu af stáli. Enn fremur við hreinsanir á túrbínuhjólum og ýmsu öðru. Þrýstingurinn á þeim er afar hár og þær mjög öflugar. Enn fremur erum við með 1.500 bara dælur, mjög vatnsmiklar, þær eru meðal annars notaðar í virkjanir, til að hreinsa úr borholum og rörum og vörmum,“ segir Áslaugur. Háþrýstidælurnar koma annars vegar frá Þýskalandi, frá framleiðandanum Falch, og hins vegar frá Bandaríkjunum, frá fyr­ irtækinu Garden Denver, en báðir aðilar eru afar öflugir framleiðendur háþrýstidæla. ÁÁ Verktakar ehf. er í Reykjanes­ bæ en að sögn Áslaugs eru lang­ flest verkefni þeirra á höfuðborgar­ svæðinu. Viðskiptavinir fyrirtækisins eru af ýmsu tagi, til dæmis almennir húseigendur sem ætla að mála hús sitt og þurfa á háþrýstiþvotti að halda til að gera klárt und­ ir málningu. Einnig er algengt að málarameistarar leiti til fyrirtækisins eftir tilboðum í háþrýstiþvott. Háþrýstiþvotturinn er einnig oft hluti af stærri verkefnum fyrir­ tækisins enda sinnir það margs konar húsaviðgerðum og er með fjölda múrara í vinnu. Einnig hefur fyrirtækið unnið mikið fyrir orku­ fyrirtæki við að beita hinum öflugu háþrýstidælum við hreinsanir úr borholum og fleira. Þá hefur ÁÁ Verktakar ehf. unnið mikið fyrir útgerðar fyrirtæki og sinnir öllum þvotti fyrir Stál smiðjuna Framtak, sem rekur Slippinn í Reykjavík. Sem fyrr segir hefur verið mikil vöxtur í starfseminni: „Starfsemin hefur vaxið jafnt og þétt frá því við byrjuðum og tækja­ kosturinn hefur fylgt með. Það varð vissulega dálítið stopp eftir hrunið eins og hjá mörgum en síðan hefur þetta legið upp á við. Sem dæmi um það keyptum við 3.000 bara há­ þrýstidæluna árið 2013 og var það fyrsta dælan af slíku tagi sem seld var frá Þýskalandi innan Evrópu. Einnig höfum við bætt við okkur skæralyftum og spjótum til að nota þegar unnið er við hærri byggingar,“ segir Áslaugur að lokum. ÁÁ Verktakar ehf. Fitjabraut 4 260 Reykjanesbær Símar: 421-6530 og 898-2210 aaverktakar@aaverktakar.is Heimasíða: www.aaverktakar.is Myndin hægra megin sýnir einbýlishús eftir háþrýstiþvott ­ vinstra megin er sama hús eftir pússningu og fíltun. Háþrýstiþvottur á fjölbýlishúsi. Háþrýstiþvottur á bárujárnshúsi. ÁÁ Verktakar eru leiðandi í háþrýstiþvotti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.