Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2019, Blaðsíða 4
4 17. maí 2019FRÉTTIR
Barnakarlar og -kerlingar á þingi
Í
Landnámu segir:
„Ölvir barnakarl hét maður
ágætur í Noregi; hann var vík-
ingur mikill. Hann lét eigi
henda börn á spjótaoddum, sem
þá var víkingum títt; því var hann
barnakarl kallaður.“
Margir barnakarlar sitja nú á
hinu háa Alþingi, í Miðflokknum
og Sjálfstæðisflokknum. Nokkrar
barnakerlingar líka og hæst bylur
þar í Ingu Sæland eins og henni
einni er lagið. Í vikunni var kos-
ið um ný lög um fóstureyðingar.
Ekki skipaði sjálfur barnamála-
ráðherrann, Ásmundur Einar, sér
í lið með hinum barnakörlunum
þó.
Gífuryrði barnakarlanna og
-kerlinganna voru mikil þegar
þingmenn gerðu grein fyrir at-
kvæði sínu. Lýstu þeir yfir megnri
andúð á frumvarpinu. Sumir
þeirra hafa látið gamminn geisa
á þingi undanfarna daga. Sæland
sagði til dæmis að verið væri að
taka ákvörðun um að drepa börn
í móðurkviði.
Svarthöfði tók vel eftir þessu í
atkvæðagreiðslunni og sá dráps-
fýsnina í augum þeirra sem sögðu
glaðhlakkalega já við frumvarp-
inu. Fólk sem veit greinilega ekk-
ert betra en að kasta börnum á
spjótsodda, hlægja og skála í miði
á eftir. Fátt veitir þeim meiri gleði
en að drepa börn. Sjóða þau í
potti eins og skessan Grýla og rífa
þau í sig með brjóski og beinum.
Svarthöfði hjó einnig eftir því
að barnakarlarnir og barnakerl-
ingarnar hafa ekki alltaf verið
barnanna best þegar kemur að
málefnum barna. Mestmegnis
eru þetta eldri menn og í íhalds-
samari kantinum. Ekki rekur
Svarthöfða minni til þess að þeir
hafi barist fyrir málefnum barna
fyrr, beitt sér fyrir auknum fjár-
munum til barnabóta eða fjár-
stuðningi við barnafjölskyldur.
Þarna eru til dæmis þingmenn
eins og Ólafur Ísleifsson og Ás-
mundur Friðriksson sem hafa
verið ómyrkir í máli þegar kemur
að málefnum hælisleitenda. Gild-
ir þá einu hvort þeir eigi börn eða
ekki, sem rifin eru upp um miðjar
nætur og send með næturflugi út
í óvissuna. Þarna er einnig Brynj-
ar Níelsson lögmaður sem meðal
annars varði Ágúst Magnússon,
einn alræmdasta barnaníðing Ís-
landssögunnar. Og Sigríður Á.
Andersen sem gekk svo vask-
lega fram í að halda upplýsing-
um um uppreista æru leynd-
um fyrir þolendum tveggja
barnaníðinga. Svo vasklega
að ríkisstjórn Íslands sprakk
í kjölfarið.
Siðferðispostularnir eru
fleiri innan raða barnakarla
og -kerlinga sem ganga nú
fram með sverð og skjöld.
Varla þarf að minnast á
Klausturdónana. Bergþór
Ólason sem fann skrokk-
inn sem „typpið á honum
dugði í“ og Gunnar Braga
Sveinsson sem vildi
hjóla í „helvítis tíkina.“
En í þessari viku gátu barna-
karlarnir og barnakerlingarnar
barið sér á brjóst, klappað sér á
bakið og slegið sig til riddara sem
helstu málsvara góðs siðgæðis og
umhyggju fyrir börnum. n
Svarthöfði
Það er
staðreynd að…
Fuglar geta flogið sofandi.
40 prósent jóla á Íslandi eru hvít og 60
prósent rauð.
Orðið skóli er dregið af gríska orðinu
skhol sem þýðir frí.
Full nafn Barbie er Barbara Millicent
Roberts.
Heilagur Gummarus frá Saxlandi er
verndardýrlingur fráskilins fólks og
þeirra sem þjást af kviðsliti.
Hver er
hún
n Er 36 ára og frá
Akureyri.
n Stofnaði dansskóla.
n Var valin Framúr
skarandi ungur Norð
lendingur árið 2013.
n Rakaði hár sitt á Glerártorgi til
að safna fyrir sjálfboðaliðaferð til
Úganda.
n Nýlega hætt sem umsjónarkona
Stundarinnar okkar.
SVAR: SIGYN BLÖNDAL
YFIRHEYRSLAN
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir er Ís-
lendingum að góðu kunn sem fjölmiðlakona, sjón-
varpskokkur og vinsæll bloggari. Hún hefur meðal
annars gefið út matreiðslubækurnar Matargleði Evu
og Kökugleði Evu og stýrt þáttunum Ísskápastríði á
Stöð 2. DV tók Evu Laufey í yfirheyrslu.
Hjúskaparstaða og börn?
Gift Haraldi Haraldssyni og við eig
um tvær stelpur, Ingibjörgu Rósu
(4) og Kristínu Rannveigu (1).
Fyrsta atvinnan?
Ég vann samhliða skólanum á elli
heimili, sambýli og sem flugfreyja
hjá Icelandair. Ég byrjaði svo hjá
Stöð 2 árið 2013.
Skemmtilegast að gera?
Ég er mjög heppin að vinna við það
sem mér þykir skemmtilegast; að
elda góðan mat og hitta skemmti
legt fólk. Það skemmtilegasta sem
ég geri þó er að verja tíma með
stelpunum mínum og manninum
mínum, þau eru kjarninn minn og
ég elska að gera eitthvað skemmti
legt með þeim.
En leiðinlegast?
Ef ég á að vera alveg heiðarleg að
þá finnst mér ekkert leiðinlegra en
að brjóta saman þvott og ganga
frá honum.
Trúir þú á drauga?
Ég get ekki beint sagt að ég trúi á
drauga en ég trúi á góða anda og ég
er handviss um að fólkið okkar sem
er farið fylgist vel með okkur.
Besta ráð sem þú hefur
fengið?
Að vera ég sjálf … hljómar undar
lega, en í starfi mínu þá er auðvelt
að detta í smá hlutverkagír og þess
vegna er þetta besta ráðið sem ég
hef fengið. Ég get ekki verið neitt
annað en ég sjálf.
Mannkostir þínir?
Það er nú erfitt að segja, en ætli ég
sé almennt góð við dýr og menn
(þetta er of mikið sjálfshól fyrir
mig).
En lestir?
Kannski of ákveðin stundum, bara
stundum.
Fyrsti bíllinn?
Maðurinn minn hefur svolítið
stjórnað þessum bílakaupum en
fyrsti bíllinn okkar saman var Alfa
Romeo fyrir rúmlega 12 árum.
Leiðinlegasta húsverkið?
Frágangur á þvotti, enn og aftur.
Uppáhaldseftirréttur-
inn?
Tíramisú.
Furðulegasti matur sem
þú hefur smakkað?
Erfitt að segja, súrmatur er
furðulegur og ætli það sé ekki bara
furðulegasti matur sem ég hef
smakkað.
Ertu A- eða B-mann-
eskja?
Ég er Amanneskja.
Hver er fyrirmynd þín í
lífinu?
Foreldrar mínir eru þar fremstir í
flokki, en svo á ég margar góðar
fyrirmyndir en ég datt í þann
lukkupott að eiga marga
góða að og svo hef ég unnið
með framúrskarandi fólki
úr öllum áttum sem ég
læri mikið af.
Fyrsta minn-
ingin þín?
Ég man eftir mér
í brúðkaupi hjá
mömmu minni
og pabba, ég var
rúmlega tveggja
ára og ég man eftir
dúkkunni sem ég
hélt á og brot úr
deginum.
Ert þú góður
söngvari?
Ég myndi segja
það – hins vegar
eru ekki margir
sem taka undir
það :D.
Hvað er
mikilvæg-
ast í lífinu?
Að fylgja hjartanu
og gera það sem
mann langar. Lifa í núinu
og njóta þess að verja tíma með
fólkinu okkar, það er mikilvægast
af öllu.
Eva Laufey
Kjaran
4745587
MYND: HANNA/DV