Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2019, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2019, Blaðsíða 62
62 MATUR 17. maí 2019 Varahlutaverslun og þjónusta TANGARHÖFÐA 4 110 REYKJAVÍK SÍMI 515 7200 www.osal.is osal@osal.is FAX 515 720 ÓSAL VARAHLUTAVERSLUN Einfaldir réttir fyrir Eurovision sem henta öllum Það er alveg nauðsynlegt að hafa eitthvað gott á boðstólum til þess að nasla á meðan horft verður á Eurovision á laugardags- kvöldinu. Algengt er að margir hittist saman og getur mataræði fólks verið mismunandi. Góður gestgjafi passar sig vel og vandlega á því að hafa eitthvað fyrir alla og ákváðum við því að finna þrjár góðar uppskriftir sem ættu að henta þeim sem eru á ketó, þeim sem eru vegan og svo þeim sem borða hvað sem er. Uppskriftirnar eru einfaldar, taka stuttan tíma að útbúa en eru allar svo bragð- góðar að enginn ætti að fara ósáttur heim eftir partíið. Hanna Þóra Helgadóttir, bloggari á síð- unni fagurkerar.is, hefur verið dugleg að prófa sig áfram með alls konar ketó- uppskriftir sem hún er dugleg að birta á Instagram-síðu sinni: hannathora88 Innihald: n Rifinn mozzarella-ostur n Himalaja-salt n Hvítlauksduft Aðferð: Mozzarella-ostinum er dreift í stærð munnbita á bökunarpappír, smá himala- ja-salti er dreift yfir ásamt örlitlu hvít- lauksdufti. Osturinn er bakaður við 200°C þar til hann er orðinn gullinn og stökkur. Þá er platan tekin út og ostinum leyft að kólna þar til hann verður alveg stökkur. Tilvalið er að bera ostasnakkið fram með lárperumauki (guacamole). Mynd: Instagram/hannathora99 Edamame-baunir eru virkilega góðar og einfaldar til framreiðslu. Þær innihalda mikið prótein og eru því ekki bara ljúf- fengar heldur hollar líka. Innihald: n Edamame-baunir n Maldon-salt n Krydd eftir smekk Aðferð: Byrjið á því að sjóða edamame-baunirn- ar í belgnum þar til þær hafa náð góðri mýkt. Sigtið vatnið frá baununum og setj- ið þær á pönnu ásamt ólífuolíu og steikið þar til þær verða örlítið stökkar. Berið baunirnar fram í belgnum og stráið maldon-salti yfir ásamt því kryddi sem ykkur þykir gott. Baunirnar eru svo borðaðar úr belgnum og honum hent. Blaðakona á ritstjórn lofar því að enginn verði svekktur á þessari einföldu en bragð- góðu uppskrift: Innihald: n Rjómaostur n Laukur n Paprika n Sweet chili-sósa n Snakk eða kex eftir smekk Aðferð: Áður en hafist er handa skiptir miklu máli að þrífa hendurnar vel eða vera í einnota hönskum. Rjómaosturinn er tekinn og settur í skál. Laukur og paprika eru skorin niður í litla bita og fer magnið eftir smekk hvers og eins. Grænmetinu er svo hnoðað vel saman við ostinn og í kjölfarið sett ofan í skál sem bera á réttinn fram í. Þá er tekin sweet chili-sósa og henni hellt yfir ostinn. Þetta er svo borið fram með því snakki eða kexi sem hverjum og einum finnst gott. Gott er að taka sweet chili-sósuna með á borðið því reynslan sýnir að flestum þykir gott að bæta á hana jafnóðum. Rjómaostur og sweet chili-sósa getur ekki klikkað. Ketó-ostasnakk Hönnu: Vegan edamame- baunir: Rjómaostaídýfa sem svíkur engan: Aníta Estíva Harðardóttir anita@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.