Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2019, Blaðsíða 10
10 17. maí 2019FRÉTTIR
S
olveig Thorlacius lést þann
1. júní 2014, en banamein
hennar var heilaæxli. Sol-
veig var vinmörg, hrókur
alls fagnaðar hvar sem hún kom og
mikið náttúrubarn. Til að heiðra
minningu hennar ætla vinir henn-
ar að setja upp bekk til minningar
um hana við Hornbjargsvita, og
halda dansleik þann 24. maí. Öll-
um er velkomið að gefa til söfn-
unarinnar og halda minningu Sol-
veigar á lofti, en söfnun er hafin á
Karolina Fund: Söfnun fyrir Sollu-
bekk.
„Solla var hrókur alls fagn-
aðar hvert sem hún kom. Hún
hafði einlægan áhuga á fólki og
átti auðvelt með að eignast nýja
vini. Hún átti miklu vinaláni að
fagna og kunningjahópurinn var
svo gríðarstór að það var erfitt að
ganga með henni upp Laugaveg-
inn, hún þurfti svo oft að stoppa
og spjalla við fólk sem hún kann-
aðist við og varð á vegi hennar,“
segir Ásdís Jónsdóttir vinkona Sol-
veigar.
Solveig var með BA-gráðu í
mannfræði og diplóma í mark-
aðs- og útflutningsfræðum. Hún
vann um nokkurt skeið fyrir Lýsi
hf. og SOS barnaþorp og 2013 hóf
hún störf hjá Íslenskum fjallaleið-
sögumönnum. Solveig veiktist
alvarlega sumarið 2013 og lést 1.
júní 2014, banamein hennar var
heilaæxli, en fjórum árum áður
lést elsta systir hennar, Ingileif,
einnig af völdum meins í heila.
Solveig var næstyngst fimm systra.
Náttúrubarn og félagsvera
„Solla var náttúrubarn og hafði
unun af útivist og fjallgöngum.
Hún vann meðal annars sem leið-
sögumaður um árabil. Svo var
Solla mikil sögukona og oft tókst
henni að sjá nýjar og spaugilegar
hliðar á atburðum svo úr urðu
miklar skemmtisögur. Hún var
með afbrigðum hnyttin og mik-
ill húmoristi,“ segir Ásdís. „Hún
hafði brennandi áhuga á mannúð-
ar- og umhverfismálum og var virk
í félagsstörfum. Hún var söngelsk
og músíkölsk, sögn lengi í kór og
lærði á selló á sínum yngri árum.“
Vinir Solveigar ætla að heiðra
minningu hennar á tvo vegu: með
því að dansa saman og setja upp
bekk. Dansleikurinn ber heitið
„Lífið krakkar“ og á Karolina Fund
verður hægt að kaupa miða og þar
verða líka seldir glaðningar í anda
Solveigar sem vinir og vanda-
menn gefa til stuðnings verkefn-
inu. Söfnunin verður opnuð föstu-
daginn 17. maí. „Þar geta vinir og
kunningjar Sollu glaðst saman
og dansað – en Solla hafði mjög
gaman af því að dansa í góðra
vina hópi. Öllum er velkomið að
gefa til söfnunarinnar. Fjöldinn á
dansleikinn takmarkast svolítið
af staðnum en hann tekur í mesta
lagi 150 manns, nema okkur takist
að finna stærri sal!“
„Við vinirnir minnumst Sollu
fyrst og fremst fyrir ótal gleði-
stundir, hlátur, samveru í fallegri
náttúru og allar skemmtisögurn-
ar,“ segir Ásdís. „Sagan af bekkn-
um er sú að vinur Sollu, göngu-
garpurinn Einar Skúlason, bjó eitt
sinn í Edinborg og þar sem hann
gekk um borgina tók hann eft-
ir því að þar var að finna marga
bekki sem merktir voru látnum
einstaklingum. Einar grennslaðist
fyrir um þetta og komst að því að
í Skotlandi er algengt að vinir og
fjölskylda minnist látinna ástvina
með því að setja upp bekk á stað
þar sem hinum látna þótti gott
að koma og njóta lífsins í lifanda
lífi. Einari fannst þetta falleg hefð
og hefur um nokkurt skeið geng-
ið með þá hugmynd í maganum
að gera bekk fyrir Sollu. Nú verður
hugmyndinni hrint í framkvæmd.“
Solveig hafði mikið dálæti á
Hornströndum svo bekkurinn
verður settur upp við Horn-
bjargsvita og búið er að fá leyfi
fyrir bekknum. Bekkurinn verður
fluttur norður í byrjun júní í boði
Ferðafélags Íslands. Þann 2. júlí
verður bekkurinn settur saman
og hann vígður 3. júlí. Guðjón
Kristinsson frá Dröngum mun
smíða bekkinn og skera út myndir
og texta, en á bekkinn verður graf-
ið: „Lífið, krakkar“.
„Það er einmitt eitthvað sem
Solla sagði gjarnan þegar hún var á
göngu og náttúran blasti við í allri
sinni dýrð, Solla hafði sérstakt lag
á að orða hlutina á skemmtilegan
hátt. Brátt munu ferðalangar á
Hornbjargsvita geta hvílt lúin bein
á bekknum hennar Sollu, horft yfir
hafið og hugleitt gildi þess að vera
lifandi.“ n
PIZZERIA
DALVEGI 2, 201 KÓPAVOGI
DALSHRAUNI 13, 220 HAFNARFIRÐI
Setja upp bekk á Hornströndum
til minningar um Solveigu
n Vinmargur göngugarpur n Lést vegna heilaæxlis
„Við minnumst Sollu
fyrst og fremst fyrir
ótal gleðistundir, hlátur, sam-
veru í fallegri náttúru og allar
skemmtisögurnar.
Ragna Gestsdóttir
ragna@dv.is
Sögukonan Solveig
Vinmörg og skemmtileg sögukona.
Náttúrubarn Solveig var mikið náttúrubarn og
vann meðal annars sem leiðsögumaður um árabil.
Sól í hjarta Solveig á góðri stundu með vinkonum; Margrét María og Inga María Leifsdætur
og Sigrún Jónsdóttir.