Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2019, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2019, Blaðsíða 10
10 17. maí 2019FRÉTTIR S olveig Thorlacius lést þann 1. júní 2014, en banamein hennar var heilaæxli. Sol- veig var vinmörg, hrókur alls fagnaðar hvar sem hún kom og mikið náttúrubarn. Til að heiðra minningu hennar ætla vinir henn- ar að setja upp bekk til minningar um hana við Hornbjargsvita, og halda dansleik þann 24. maí. Öll- um er velkomið að gefa til söfn- unarinnar og halda minningu Sol- veigar á lofti, en söfnun er hafin á Karolina Fund: Söfnun fyrir Sollu- bekk. „Solla var hrókur alls fagn- aðar hvert sem hún kom. Hún hafði einlægan áhuga á fólki og átti auðvelt með að eignast nýja vini. Hún átti miklu vinaláni að fagna og kunningjahópurinn var svo gríðarstór að það var erfitt að ganga með henni upp Laugaveg- inn, hún þurfti svo oft að stoppa og spjalla við fólk sem hún kann- aðist við og varð á vegi hennar,“ segir Ásdís Jónsdóttir vinkona Sol- veigar. Solveig var með BA-gráðu í mannfræði og diplóma í mark- aðs- og útflutningsfræðum. Hún vann um nokkurt skeið fyrir Lýsi hf. og SOS barnaþorp og 2013 hóf hún störf hjá Íslenskum fjallaleið- sögumönnum. Solveig veiktist alvarlega sumarið 2013 og lést 1. júní 2014, banamein hennar var heilaæxli, en fjórum árum áður lést elsta systir hennar, Ingileif, einnig af völdum meins í heila. Solveig var næstyngst fimm systra. Náttúrubarn og félagsvera „Solla var náttúrubarn og hafði unun af útivist og fjallgöngum. Hún vann meðal annars sem leið- sögumaður um árabil. Svo var Solla mikil sögukona og oft tókst henni að sjá nýjar og spaugilegar hliðar á atburðum svo úr urðu miklar skemmtisögur. Hún var með afbrigðum hnyttin og mik- ill húmoristi,“ segir Ásdís. „Hún hafði brennandi áhuga á mannúð- ar- og umhverfismálum og var virk í félagsstörfum. Hún var söngelsk og músíkölsk, sögn lengi í kór og lærði á selló á sínum yngri árum.“ Vinir Solveigar ætla að heiðra minningu hennar á tvo vegu: með því að dansa saman og setja upp bekk. Dansleikurinn ber heitið „Lífið krakkar“ og á Karolina Fund verður hægt að kaupa miða og þar verða líka seldir glaðningar í anda Solveigar sem vinir og vanda- menn gefa til stuðnings verkefn- inu. Söfnunin verður opnuð föstu- daginn 17. maí. „Þar geta vinir og kunningjar Sollu glaðst saman og dansað – en Solla hafði mjög gaman af því að dansa í góðra vina hópi. Öllum er velkomið að gefa til söfnunarinnar. Fjöldinn á dansleikinn takmarkast svolítið af staðnum en hann tekur í mesta lagi 150 manns, nema okkur takist að finna stærri sal!“ „Við vinirnir minnumst Sollu fyrst og fremst fyrir ótal gleði- stundir, hlátur, samveru í fallegri náttúru og allar skemmtisögurn- ar,“ segir Ásdís. „Sagan af bekkn- um er sú að vinur Sollu, göngu- garpurinn Einar Skúlason, bjó eitt sinn í Edinborg og þar sem hann gekk um borgina tók hann eft- ir því að þar var að finna marga bekki sem merktir voru látnum einstaklingum. Einar grennslaðist fyrir um þetta og komst að því að í Skotlandi er algengt að vinir og fjölskylda minnist látinna ástvina með því að setja upp bekk á stað þar sem hinum látna þótti gott að koma og njóta lífsins í lifanda lífi. Einari fannst þetta falleg hefð og hefur um nokkurt skeið geng- ið með þá hugmynd í maganum að gera bekk fyrir Sollu. Nú verður hugmyndinni hrint í framkvæmd.“ Solveig hafði mikið dálæti á Hornströndum svo bekkurinn verður settur upp við Horn- bjargsvita og búið er að fá leyfi fyrir bekknum. Bekkurinn verður fluttur norður í byrjun júní í boði Ferðafélags Íslands. Þann 2. júlí verður bekkurinn settur saman og hann vígður 3. júlí. Guðjón Kristinsson frá Dröngum mun smíða bekkinn og skera út myndir og texta, en á bekkinn verður graf- ið: „Lífið, krakkar“. „Það er einmitt eitthvað sem Solla sagði gjarnan þegar hún var á göngu og náttúran blasti við í allri sinni dýrð, Solla hafði sérstakt lag á að orða hlutina á skemmtilegan hátt. Brátt munu ferðalangar á Hornbjargsvita geta hvílt lúin bein á bekknum hennar Sollu, horft yfir hafið og hugleitt gildi þess að vera lifandi.“ n PIZZERIA DALVEGI 2, 201 KÓPAVOGI DALSHRAUNI 13, 220 HAFNARFIRÐI Setja upp bekk á Hornströndum til minningar um Solveigu n Vinmargur göngugarpur n Lést vegna heilaæxlis „Við minnumst Sollu fyrst og fremst fyrir ótal gleðistundir, hlátur, sam- veru í fallegri náttúru og allar skemmtisögurnar. Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is Sögukonan Solveig Vinmörg og skemmtileg sögukona. Náttúrubarn Solveig var mikið náttúrubarn og vann meðal annars sem leiðsögumaður um árabil. Sól í hjarta Solveig á góðri stundu með vinkonum; Margrét María og Inga María Leifsdætur og Sigrún Jónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.