Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2019, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2019, Blaðsíða 12
12 FÓKUS - VIÐTAL 17. maí 2019 A rnþór Birgisson hefur náð lengra á sviði tónlistar en flestir Íslendingar en samt er hann þjóðinni frekar lítt kunnur. Hann fluttist til Svíþjóðar sem barn og hóf ungur störf sem upptökustjóri og lagahöfundur. Arnþór hefur samið lög fyrir magar af frægustu poppstjörnum verald- ar. Má þar nefna Britney Spears, Westlife, Celine Dion, Janet Jackson og Carlos Santana. Miklar sviptingar eru í lífi Arnþórs þessa dagana. Hann hefur nýlega hafið störf sem atvinnuflugmaður, son- ur hans skrifaði nýlega undir út- gáfusamning og gifting er skipu- lögð í sumar. DV ræddi við Arnþór. Kolféll eftir fyrsta smellinn Arnþór fæddist í Reykjavík árið 1976 og flutti með fjölskyldu sinni til Eskilstuna, nálægt Stokkhólmi í Svíþjóð, tveggja ára gamall en hann á tvær eldri systur. Faðir hans var í sérfræðilæknisnámi og hugð- ist snúa heim, en það fór svo að fjölskyldan settist að í Stokkhólmi árið 1983. Faðir hans hóf störf hjá Huddinge-spítalanum og móðir hans hjá Icelandair í Svíþjóð. Fjöl- skyldan hélt þó góðu sambandi við heimalandið og Arnþór kom alltaf á sumrin til að fara í sveit við Kinn- ina hjá móðurfjölskyldunni. Arn- þór stundaði einnig körfuknattleik á unglingsaldri og kom reglulega hingað í æfingabúðir. „Ég var góður strákur,“ segir Arnþór. „Ég var forvitinn og alltaf að prófa eitthvað nýtt. Stundum gat ég lent í veseni út af því. Stund- um tekst mér vel til og stundum ekki en ég hef aldrei verið hræddur við að taka áhættu. Það hefur fylgt mér alla tíð. Ég stundaði körfu- boltann þangað til ég var átján ára, en þá varð ég að hætta því ég hafði svo mikið að gera í tónlist.“ Arnþór gekk í tónlistarskóla tíu ára gamall og fimmtán eða sextán ára var hann farinn að semja eig- in lög. Hann byrjaði á að semja fyr- ir vini sína í tónlistarskólanum og einnig reyndi hann fyrir sér sjálfur. Árið 1995 gaf hann út plötu með uppsöfnuðum lögum en fékk síð- an meiri áhuga á að semja fyrir aðra og stýra upptökum. Þú byrjaðir mjög ungur að starfa við upptökustjórn? „Já, sautján eða átján ára gam- all. Ég fékk starf sem aðstoðar- maður hjá Cosmos-hljóðverinu og lærði mjög mikið. Árið 1997 starf- aði ég með Christian Karlsson, sem er núna í poppsveitinni Galantis, hjá útgáfufyrirtæki sem heitir Merlin. Þá var þetta orðið að fullri vinnu, bæði við upptöku- stjórn og lagasmíðar.“ Arnþór man vel eftir fyrsta smellinum sínum, en það var lag- ið Because of You með bandarísku strákasveitinni 98 Degrees. Það lag náði öðru sætinu á bandaríska Billboard-vinsældalistanum. „Það var ótrúleg tilfinning að sjá lagið klífa og ég kolféll fyrir þessu. Á þessum tíma var netvæð- ingin ekki hafin og plötur seldust enn þá í milljónum eintaka. Við sendum upptökurnar á geisladisk með FedEx til Bandaríkjanna og biðum svo eftir símtali í tvær vik- ur. Við vorum ekki einu sinni með tölvupóst. Þegar vel gekk varð maður glaður, fékk sér bjór og fór út að borða. Síðan var að byrjað á því næsta.“ Stúdíóið er athvarf Á þessum árum voru tvö leiðandi stúdíó í Stokkhólmi, Merlin og Cheiron, þar sem hinn heimsfrægi lagahöfundur Max Martin starfaði. Arnþór segir að velgengni Cheiron hafi smitast yfir til þeirra og Stokk- hólmur orðið að suðupunkti popptónlistar. „Mjög margir tónlistarmenn komu til okkar í kringum alda- mótin. En í kringum 2002, þegar plötusala fór að minnka á heims- vísu, þá þurftum við að hafa meira fyrir þessu og sækja verkefni er- lendis. Ég fór margsinnis á ári til Los Angeles, New York og London. Undanfarin þrjú eða fjögur ár hefur þetta snúist við og fleiri koma hing- að til að taka upp, en landslagið er gjörbreytt með tilkomu Spotify og allra streymisveitanna.“ ALLAR ALMENNAR FATAVIÐGERÐIR TÖKUM AÐ OKKUR Malarhöfða 2 8941825 Erum á LOST.IS Arnþór Birgisson hefur unnið með mörgum stórstjörnum - Gifting í sumar - Sonurinn skrifaði undir hjá Sony Fremsti popplagahöfundur Íslands gerist flugmaður Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is MYNDIR AÐSENDAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.