Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2019, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2019, Blaðsíða 24
24 SPORT 17. maí 2019 Of dýr fyrir Svíana n Vill ekki fara aftur til Rússlands n Nýtt upphaf með landsliðinu? V iðar Örn Kjartansson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta, hefur slegið í gegn í Svíþjóð á síðustu vikum. Viðar var í klípu í Rússlandi og fékk fá tækifæri hjá Rostov. Sökum þess var hann lánaður til Hammarby í Svíþjóð og er byrjaður að raða inn mörkum þar. Lánsdvöl hans tekur enda innan tíðar og búist er við að hann verði seldur í sumar. „Ég vissi þegar ég kom hingað að það gæti tekið mig smá tíma að komast í leikæfingu, finna rétta taktinn. Ég hafði ekkert spilað af viti í nokkra mánuði. Eftir smá tíma, fann ég þetta smella. Það er byrjað að ganga vel, liðinu fór líka að ganga betur. Við höfum spilað vel og það hefur komið mér á óvart hversu mikil gæði eru í þessu liði. Ég passa vel inn í leikstíl liðsins og ég nýt þess að vera hérna,“ sagði Viðar þegar blaðamaður ræddi við hann í vikunni. Viðar var þá stadd­ ur í hótelíbúð sem hann leigir í Stokkhólmi, þann stutta tíma sem hann býr í borginni. Hammarby hefur náð flugi á síð­ ustu vikum og er í öðru sæti, með jafnmörg stig og topplið Malmö. „Við vorum í upphafi að gera jafn­ tefli og tapa gegn liðum sem við eigum ekki að missa stig gegn. Það vantaði sjálfstraust í liðið. Eftir að það kom þá hefur þetta farið að ganga vel, ég held að það sé klárt að Hammarby mun berjast á toppi deildarinnar allt til loka tímabils. Gæðin eru til staðar.“ Seldur frá Rússlandi í sumar Viðar er áfram samningsbundinn Rostov í Rússlandi og býst við að fé­ lagið selji hann í sumar. Hammar­ by hefur hins vegar ekki efni á að kaupa hann. „Samningurinn hérna er til 15. júlí, planið í byrj­ un var að vera þangað til. Rostov taldi það góðan tíma til að koma til baka svo félagið geti selt mig. Þetta hefur gengið nákvæmlega eins og ég hafði vonast eftir, sjálfstraustið er í botni. Ég á ekki von á því að vera hérna lengur en það, Rostov vill selja mig. Þeir töldu þetta góð­ an glugga til þess í stað þess að ég spilaði lítið hjá þeim. Það er alltaf eitthvað í gangi, það gæti eitthvað gerst á næstunni. Hammarby gæti reynt að fram­ lengja lánið, ég held að Rostov vilji það samt ekki. Ég ætla að halda áfram á sömu braut hérna, svo sé ég hvað kemur upp. Ef liðið er á toppnum 15. júlí þá verður mjög erfitt að kveðja. Hammarby hefur sagt í einhverjum viðtölum að liðið ætli að reyna að halda mér. Rostov vill svipaða upphæð og fé­ lagið borgaði fyrir mig, það væri brjálæði fyrir lið í Svíþjóð að borga slíka upphæð.“ Tímaeyðsla að snúa aftur Sama hverju Rostov lofar, þá hefur Viðar ekki áhuga á að snúa þang­ að aftur. Lífið reyndist honum erfitt hjá félaginu. „Ef þeir breyta engu, ef sami þjálfari verður, þá er ég bara að eyða tíma í vitleysu. Ef þeir myndu lofa mér spilatíma, þá treysti ég því varlega. Þeir hafa lof­ að slíku áður, það var ekki mikið traustið sem maður fékk frá þjálf­ aranum. Svo held ég að það henti mér bara illa að spila svona fót­ bolta, ég held að það sé ekki fyrir marga framherja. Það myndi ekki gera mér gott að fara þangað aft­ ur.“ Fær stórt tækifæri í næstu landsleikjum Ef allt helst óbreytt ætti Viðar að leika stórt hlutverk í næsta verk­ efni landsliðsins, en liðið mæt­ ir Tyrklandi og Albaníu í júní. Al­ freð Finnbogason verður ekki með vegna meiðsla. Það gæti orðið til þess að Viðar byrji en hann skor­ aði gegn Andorra í mars. „Ég er mjög gíraður, sjálfstraustið er á uppleið. Mér líður rosalega vel innan vallar, ég spila alla leiki. Ég veit að lykilmenn í fremstu víglínu eru meiddir, þetta er ekkert smá mikilvægir leikur. Ef ég held áfram að spila vel þá vonast ég eftir því að fá að spila. Þetta eru virkilega mikilvægir leikir.“ Viðar vonar að hann nýti sín tækifæri, hann hefur oft feng­ ið lítið traust hjá landsliðinu. Erik Hamren hefur hins vegar mikla trú á honum. „Ég held ég komi með meira sjálfstraust inn í þetta verkefni en önnur, það er tvennt ólíkt að skora í æfingarleik en alvöru landsleik. Það gaf mér kraft, það gengur líka vel hjá fé­ lagsliðinu núna. Ég kem annar inn í þetta verkefni en ef ég hefði spil­ að minna. Þetta hefur allt áhrif, vonandi eru breyttir tímar hjá mér með landsliðinu. Ég ætla að reyna að byggja á síðasta verkefni.“ n Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is G H ET T Y IM A G ES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.