Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2019, Blaðsíða 36
Iðnaðarblaðið 17. maí 2019KYNNINGARBLAÐ
Traustur aðili í merkingum
fagnar stórafmæli
Þetta er allt frá einstakling-um upp í stórfyrirtæki og stofnanir, bæði stórar sem
smáar merkingar, allt frá sand-
blásnum filmum yfir í bílamerkingar
og ljósaskilti. Þetta er afskaplega
fjölbreytt,“ segir Halldór Árnason,
framkvæmdastjóri skiltagerðarinnar
Fagform, sem staðsett er í Gagnheiði
55 á Selfossi. Þó að fyrirtækið sé ekki
stórt er starfsemin blómleg og hefur
farið sívaxandi, sérstaklega síðustu
fjögur árin, en Fagform fagnar 25 ára
afmæli í ár.
Aðspurður segir Halldór að
starfsemin hafi þróast mikið á síðustu
árum og ljósamerkingar séu að verða
sífellt fyrirferðarmeiri: „LED-væðingin
hefur þar mikil áhrif. LED-ljósin eru
dýrari lausn í upphafi en síðan verður
mikill rafmagnssparnaður af þeim til
lengri tíma litið og því er þetta hag-
stæður kostur sem sífellt fleiri nýta
sér.“
Halldór segir að bílamerkingar
séu mjög stór hluti af starfseminni
enda vart hægt að hugsa sér betri
og ódýrari auglýsingu en að merkja
vel bíl fyrirtækisins. Segir Halldór að
sprenging hafi orðið í bílamerkingum
hjá Fagformi síðustu þrjú árin.
Vandasöm verkefni fyrir opinbera
aðila
„Kúnnahópurinn hefur stækkað ört
á síðustu fjórum árum og meðal
annars hafa bæst við stórir opinber-
ir aðilar. Við erum til dæmis einn af
fjórum aðilum í rammasamningi við
Vegagerðina þar sem við framleiðum
skilti eftir ströngum kröfum þeirra,“
segir Halldór, en það er mikið ferli að
komast í gegnum rammasamning rík-
isins og veitir fyrirtækinu óneitanlega
gæðastimpil.
Sumarið er háannatími í þessum
bransa þar sem útimerkingar og skilti
leika stórt hlutverk. „Það hafa alltaf
verið árstíðasveiflur í þessu en þetta
hefur jafnað sig nokkuð út hjá okkur
síðustu ár og nú finnum við ekki fyrir
þessari lægð í janúar og febrúar sem
er svo algeng í þessu fagi, vegna þess
að við höfum fengið traust verkefni
gegnum rammasamningana ásamt
því að þjónusta flest sveitarfélög á
Suðurlandi.“
Sem fyrr segir sinnir Fagform
stórum og smáum verkefnum fyrir
stjóra og smáa aðila, einstaklinga,
fyrirtæki, ríki og borg.
Nánari upplýsingar eru á vefsíð-
unni Fagform.is og einnig gefur að
líta hér með greininni myndir af
nokkrum verkefnum. Símanúmer er
482-3266 og netfang fagform@
fagform.is
FAGFORM: