Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2019, Blaðsíða 64
17. maí 2019
20. tölublað 109. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000
En ég á
samt alltaf
lokaorðið!
L
ilja Katrín Gunnarsdóttir,
núverandi yfirmaður dægur-
máladeildar DV, hefur verið
ráðin sem ritstjóri Frjálsrar
fjölmiðlunar. Mun hún formlega
taka við stjórnartaumunum á
mánudag en einnig verður annar
ritstjóri ráðinn til félagsins sem
rekur DV og dv.is
„Þetta er gífurlega spennandi
verkefni og talsverð áskorun, en
það er ágætt við og við að þjóta
út fyrir þægindarammann. Mér
þykir afar vænt um DV og tel mig
afar heppna að fá að þróa miðilinn
áfram í samvinnu með góðu fólki,“
segir Lilja Katrín.
Hinn nýráðni ritstjóri hefur
fimmtán ára reynslu og hefur
meðal annars starfað sem ritstjóri
Séð og heyrt og vefstjóri Mannlífs.
Þá hefur hún einnig starfað sem
umsjónarmaður innblaðs Frétta-
blaðsins og Lífsins á Vísi. Hún er
með háskólagráðu í kvikmynda-
og sjónvarpsþáttaleiklist. Hefur
hún einnig starfað á því sviði, bæði
sem leikari og handritshöfundur.
„Ég hef átt þeirri lukku að fagna
síðustu fimmtán árin að vinna
undir og með mörgu af fremsta
fjölmiðlafólki landsins. Ég á því
stóran reynslubanka að leita í
og er ávallt þakklát því fólki sem
ég hef unnið með í þessum
bransa á lífsleiðinni. Þau hafa
leitt mig á þann stað sem ég
er á í dag.“ n
Á hvað er Heið-
ar að horfa ?
É
g hef verið dálítið
einsleitur þegar kemur
að sjónvarpsefni, þar sem
ég er smá sci-fi-, zombie-
og vampíru-þátta perri. Ég lá
heima í heilan mánuð eftir
aðgerð og þá var ég duglegur að
renna í gegnum sjónvarpsefnið
hjá bæði Sjónvarpi Símans og
Netflix. Þættirnir voru eðlilega
misgóðir, en á tímabili þá var
mér sama hversu lélegt efnið
var, svo lengi sem ég hafði eitt-
hvað til að góna á þegar ég lá
fyrir.
Ég tók rispu í að horfa á
þættina Z Nation á Netflix,
hámhorfði á seríu eitt en
missti svo fljótlega áhugann
þegar ég byrjaði á seríu tvö.
Það var engin sérstök ástæða
fyrir því, ég var held ég bara
kominn með nóg af þeim. Þeir
í raun og veru fjalla um enda-
lok heimsins, veiru sem fer á
milli manna og breytir alsak-
lausum manneskjum í upp-
vakninga sem vilja bara heila í
for-, aðal- og eftirrétt. Það ein-
kenndi Z Nation hins vegar að
þarna voru saman komnir lík-
lega lélegustu leikarar og leik-
konur Hollywood en mér var
alveg sama.
Áfram gott sjónvarp!
Lilja Katrín nýr ritstjóri DV„Ég á því stóran
reynslubanka að
leita í og er ávallt þakklát
því fólki sem ég hef unnið
með í þessum bransa á
lífsleiðinni
Verktakar Sýnar á
greiðslufrest
O
rðið á götunni er að
allir verktakar Sýnar
verði nú settir á tveggja
mánaða greiðslufrest.
Með þessu nýja fyrirkomulagi
sparar fyrirtækið sér að greiða
þeim laun næstu tvo mánuði,
en um er að ræða nokkuð
stóran hluta af starfsfólki fyrir-
tækisins.
Sýn birti í vikunni afkomu
fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins
og jókst hagnaður um 620
milljónir milli ára. En þar skipti
mest 817 milljóna króna sölu-
hagnaður vegna samruna
dótturfélaga. Rekstrartekjurnar
sjálfar jukust ekki nema um eitt
prósent og hlutabréf hafa fallið
um nærri helming á einu ári.
Þá voru greiddar 137 milljónir
vegna starfsloka stjórnenda.
Harpa / Skeifan 6 / Kringlan / 5687733 / epal@epal.is / www.epal.is
FRITZ HANSEN, ROSENDAHL, STELTON,
ERIK JORGENSEN, MARIMEKKO,
JOSEPH JOSEPH, CARL HANSEN,
HAY OG ALLIR HINIR
Í DAG FÖSTUDAG,
Á MORGUN LAUGARDAG,
OG Á SUNNUDAG
16. - 19. MAÍ