Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2019, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2019, Blaðsíða 48
48 FÓKUS - VIÐTAL 17. maí 2019 B reska poppsveitin Dur- an Duran var lengi vel vin- sælasta hljómsveitin hér á landi og aðdáendurnir ein- hverjir þeir staðföstustu. Hún var stofnuð árið 1978 og varð fljótlega heimsþekkt. Duran Duran hefur gengið í gegnum miklar manna- breytingar í gegnum tíðina en um aldamótin komu uppruna- legu meðlimir sveitarinnar aftur saman og hafa starfað sleitulaust síðan þá. Munu þeir troða upp í Laugardalshöllinni þann 25. júní næstkomandi. DV ræddi við Roger Taylor, trymbil Duran Duran, um tónlistina, sögu sveitarinnar, frægðina og fleira. „Ég þekki Björk“ Duran Duran kom hingað til lands árið 2005 og hélt tónleika í Egils- höll. Roger Taylor man vel eftir þeim tónleikum. Hann segir: „Ég hef mikið hugsað um þá. Þetta var frábært kvöld og heim- sókn. Þá var ekki langt síðan við komum saman aftur og það var mikið að gera hjá okkur. Því mið- ur höfðum við ekki mikinn tíma til að skoða okkur um. Við stoppuð- um hérna í aðeins tvær nætur. En ég man að þetta er heillandi staður og eftirminnilegur.“ Þekkir þú íslenska tónlist? „Ég þekki Björk,“ segir Roger eftir smá hik og hlær. Hverju megum við eiga von frá ykkur núna? „Við höfum gefið út nokkrar plötur síðan við komum síðast. Tónlistarsafnið hefur því stækkað og tónleikarnir verða sífellt full- gerðari, ef svo má segja. Við elsk- um samt að spila gömlu lögin, hittarana frá því snemma á níunda áratugnum. Við hlökkum mikið til að koma.“ Flóttinn frá Birmingham Duran Duran-liðar koma frá borginni Birmingham, í Mið- löndunum í Englandi. Borgin var lengi vel grámygluleg iðnaðar- borg, en tónlistarlífið hefur alltaf verið blómlegt. Til að mynda þá er Birmingham fæðingarstaður þungarokksins. Hljómsveitirnar Black Sabbath og Judas Priest komu þaðan, einnig Robert Plant og John Bonham úr rokksveitinni Led Zeppelin, og ELO. „Ég er alinn upp í verkamanna- stétt. Birmingham var miðpunkt- ur bílaiðnaðarins í Bretlandi og faðir minn starfaði hjá Rover- verksmiðjunum. Allir í minni fjöl- skyldu, marga ættliði aftur, unnu með höndunum. Sem trommari geri ég það nú upp að vissu marki líka,“ segir Roger og hlær. „Þetta var verkafólk en faðir minn elskaði tónlist og smitaði mig af þeim áhuga. Þegar hann kom heim á kvöldin kenndi hann mér á klass- ískan gítar, spænskan gítar og hvað sem hann gat komið höndum yfir. Ég kenndi mér sjálfur að spila á trommurnar þegar ég var tólf ára og varð sá fyrsti í minni fjölskyldu til að sleppa úr hinu hefðbundna verkamannalífi. Faðir minn hafði mikla trú á sjálfkennslu, að mað- ur gæti lært nánast hvað sem er ef maður læsi nógu mikið og æfði sig. Ég á honum og hans heimssýn mikið að þakka.“ Hafði harða rokkið áhrif á þig? „Ég fór og sá flest þessi bönd sem unglingur og þau gerðu það að verkum að við höfðum trú á að það væri hægt að komast burt og „meika ’ða.“ Við fórum allt aðra leið og vorum að einhverju leyti undir áhrifum frá pönkbylgjunni. En þessi eldri og þyngri bönd gáfu okkur trúna.“ Planið leit vel út á blaði Roger segir að Duran Duran hafi ekki tekið sig af neinni léttúð í upphafi. Þeir voru með áætlun um að sigra heiminn, jafn vel áður en ein einasta nóta var komin niður á blað. „Við vorum aðeins rétt byrjað- ir, John (Taylor) var nýbúinn að skipta úr gítar yfir í bassa, Nick (Rhoads) var nýbúinn að kaupa sér hljómborð. Við vorum ekki enn komnir með söngvara. Við vissum í raun ekkert hvað við vor- um að gera, en við ætluðum að Umboðsaðilar: Húsgagnaval Höfn Bara snilld ehf. Egilsstöðum „Við vorum ekki búnir undir frægðina“ Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Roger Taylor er trommari Duran Duran – Tók langa pásu til að eignast eðlilegt líf – Ný plata á leiðinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.